Flugeldamarkaður Björgunarfélagsins

100 ára afmælisterta ein af nýjungum ársins

- ná að lækka verð milli ára

28.Desember'17 | 13:19

Flugeldamarkaður Björgunarfélags Vestmannaeyja opnaði í dag.

Í dag opnaði flugeldamarkaður Björgunarfélags Vestmannaeyja að Faxastíg og verður hann opinn daglega fram á gamlársdag. Flugeldasalan er stærsta fjáröflunarleið Björgunarfélagsins og félaginu því mjög mikilvæg.

Eyjar.net hafði samband við Adolf Þórsson, umsjónarmann Flugeldamarkaðar Björgunarfélags Vestmannaeyja og ræddi við hann um flugeldasöluna í ár.

Hversu mikilvæg er flugeldasalan björgunarfélaginu?

,,Hún er undirstaðan í rekstri félagsins og án hennar væri félagið ekki í stakk búið að takast á við þau verkefni sem felast í því að vera björgunarfélag. Félagið rekur öflugt nýliðastarfs ásamt því að björgunarfélagið rekur björgunarbátinn Þór. Félagið treystir á þessa fjáröflunarleið og hafa bæjarbúar staðið þétt að baki okkur og erum við þakklátir fyrir stuðning þeirra á hverju ári" sagði Adolf Þórsson.

Adolf segir einnig að samvinna bæjarbúa og Björgunarfélagsins sé einföld. Bæjarbúar geta treyst á Björgunarfélagið allan sólarhringinn allt árið og Björgunarfélagið geti treyst á bæjarbúa í flugeldasölunni. Á miðnætti á gamlárskvöld hefst 100 ára afmælisár Björgunarfélags Vestmannaeyja og merktum við af því tilefni sérstaka 100 ára afmælistertu sem bæjarbúar geta keypt hjá okkur. Bæjarbúar geta því startað afmælisárinu með okkur með að styðja við okkar starf og kveikja í afmælistertunni okkar á miðnætti, segir Adólf dreyminn um gæðin á afmælistertunni. 
 

Lækkun á verði milli ára

Markmið okkar í eyjum er að vera með lága álagningu í til að koma til móts við bæjarbúa í eyjum. Bæjarbúar hafa allt stutt við bakið á okkur í flugeldsölunni og það gleður okkur mikið að ná að lækka verð á flestum vörum okkar milli ára, það skiptir okkur miklu máli að vera sanngjarnir gagnvart okkar viðskiptavinum  “segir Adolf með bros á vör”

Í hvað rennur svo fjármagnið? 
Án flugeldasölunnar væri Björgunarfélagið ekki jafn öflugt hvað tæki varðar og þjálfun félaga væri miklu minni. Það kostar mikla peninga bæði fyrir Björgunarfélagið sjálft og einnig fyrir félaga þess kaupa þann útbúnað sem þarf að vera til staðar ef til útkalls kemur. 
 

Eru einhverjar nýungar í ár sem vert er að skoða?

Síðustu ár hafa tertur komið gríðarlega sterkar inn og er verið að bæta inn nýjum tertum á hverju ári. Terturnar eru í raun og veru litlar flugeldasýningar í pappakössum. Hægt er að finna t.d. tertur með miklum og fallegum ljósum og einnig sem eru með sérstaklega mikið af sprengjum en minni ljós.

„Ég vil meina að hver terta séu eins og fallegt tónverk, allt frá fögrum tónum Sinfóníuhljómsveitar Íslands upp í þunga tóna Skálmaldar.  Vígis terturnar eru svipaðar allt frá fallegri og rómantískri ljósadýrð upp í miklar sprengingar” segir Adolf dreyminn á svip. Áfram verða hinir vinsælu fjölskyldupakkar til sölu og það eiga allir finna flugelda og skotkökur við sitt hæfi. Einnig minnti hann á að mikilvægt er að farið sé varlega með flugelda og hlífðargleraugu séu nauðsynlegur búnaður bæði á börn og fullorðna.

 

Hvernig er svo veðurspáin fyrir áramótin?

„Spáin er góð, hæglætisveður að norðan og heiðskýrt. Veðrið á gamlárskvöld síðustu ára hefur verið frábært, það verður þannig einnig í ár” sagði Adolf Þórsson að lokum.

 

Opnunartíminn er sem hér segir:

Fimmtudagurinn 28.des 13:00 - 21:00

Föstudagurinn 29.des 10:00 - 21:00

Laugardagurinn 30.des 10:00 – 21:00

Sunnudagurinn 31.des 09:00 – 16:00

 

Föstudagur 5.jan 13:00 - 19:00

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.