Fréttatilkynning:

Vara við notkun neyðarsóla

27.Desember'17 | 13:29
neysarsolir_slv

Hér má sjá neyðarsólir á lofti. Mynd/facebook-síða Slökkviliðsins.

Í tilefni þess að áramótin eru á næsta leyti með tilheyrandi flugeldasýningum, vill slökkviliðið beina þeim tilmælum til útgerðarmanna, skipstjóra og allra þeirra sem hafa aðgang að svokölluðum neyðarsólum (fallhlífarblysum) að skjóta þeim ekki upp um áramótin heldur koma útrunnum vörum í örugga eyðingu.

Þó svo að þessar sólir séu fallegar á himni þá eru því miður allt of mörg dæmi þess að þær falli logandi til jarðar þar sem þær halda áfram að brenna og geta valdið miklum skaða. Höfum við lent í mörgum útköllum vegna þessa undanfarin ár og áratugi og var stærsti bruninn 1982 þegar kviknaði í Netagerð Ingólfs. Síðan þá hafa óteljandi minni brunar orðið vegna sólanna m.a. í rennum, klæðningum, sólpöllum, gróðri o.fl.

Verum því skynsöm og reynum að hafa áramótin slysalaus, segir í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.