Álag hefur aukist töluvert í heimahjúkrun

27.Desember'17 | 09:50
laekni_sjuk

Ljósmynd/úr safni

Embættis landlæknis gerði í nóvember síðastliðinn svokallaða hlutaúttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eyjar.net birtir hér kafla úr úttektinni, sem snýr að Heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Heilsugæslustöðin í Vestmannaeyjum sinnir u.þ.b. 4300 manns. Móttaka er opin alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00. Þrír fastráðnir læknar eru við stöðina og einn verktakalæknir. Hjúkrunarstýrð móttaka er alla virka daga og reynt er að sinna öllum erindum og hægt að panta tíma með fyrirvara eða mæta samdægurs.

Á tímabilinu jan.– okt. 2017 var meðalbiðtími eftir lækni á heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum tveir dagar eða meira í 42% tilfella og einn dagur eða minna í 58% tilfella. Á sama tímabili var meðalbiðtími eftir viðtali við hjúkrunarfræðing í 7% tilfella tveir dagar eða meira og í 93% tilfella einn dagur eða minna.

Á bráðavakt lækna metur hjúkrunarfræðingur vandamál og gefur tíma hjá lækni ef erindi þarfnast afgreiðslu samdægurs. Álag hefur aukist töluvert í heimahjúkrun, sérstaklega meðal eldri borgara og vantar sárlega fleiri stöðugildi hjúkrunarfræðinga til að geta komið til móts við auknar þarfir. Einnig vantar töluvert á varðandi geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu.

Á heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum eru þrír fastráðnir læknar og einn verktakalæknir. Setin stöðugildi hjúkrunarfræðinga eru 4,35 og að sögn stjórnenda vantar sárlega fleiri stöðugildi þar sem álag á hjúkrunarfræðinga stöðvarinnar hefur aukist mikið vegna sífellt aukinnar heimahjúkrunar.

Almenn þjónusta fyrir fólk með geðrænan vanda er hjá læknum heilsugæslustöðva HSU en engin stöðugildi geðlæknis eru við HSU en geðhjúkrunarfræðingur er í 40% starfi við heilsugæslustöðin. Á heilsugæslu HSU er í boði ráðgjafa- og meðferðarþjónustu sálfræðinga fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri.

Stöðugildi sálfræðinga eru þrjú, þar af 0,7 staðsett í Vestmannaeyjum og fara sálfræðingar á milli stöðva sem getur stundum verið snúið þar sem umdæmið er mjög víðfeðmt. Biðlisti hjá sálfræðingum HSU er langur, yfirleitt 7-8 mánuðir sem er óásættanlegt en reynt er að hafa biðtíma á öllum stöðvunum þann sama. Það vantar töluvert upp á geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslustöðva HSU sérstaklega fyrir fullorðna. Í viðtölum við starfsfólk HSU kom fram að kallað var eftir aukinni sérhæfðri þjónustu við þá sem glíma við geðheilsuvanda, segir í úttektinni.

 

Hér má skoða í heild sinni skýrslu Embættis landlæknis, um hlutaúttektina á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem gerð var í nóvember 2017.

Tags

HSU

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.