Jólahugvekja séra Ólafs Jóhanns

Slökum, lifum og njótum í Jesú nafni!

24.Desember'17 | 14:26
oli_j_cr

Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson flytur lesendum Eyjar.net jólahugvekjuna í ár.

Undanfarna daga og umliðnar vikur höfum við notað til að undirbúa þá stóru hátíð sem nú er gengin í garð. Víst er að ýmsar hefðir móta jólaföstuna, margar góðar, hátíðlegar og kærleiksríkar hefðir sem þó hafa sannarlega breyst í tímans rás.

 Í gegnum ár og aldir hefur það þótt sjálfsagður hluti jólaföstunnar, hjá ungum jafnt sem öldnum, að minna á boðskap barnsins í jötunni.  Gleði og birta brýst fram í þessum dimmasta mánuði ársins og margt í skreytingunum minnir á boðskap hátíðarinnar.  Jólaljósin sem sett eru upp til að minna á Ljós heimsins, stofn jólatrésins minnir á frelsarann sjálfann og greinarnar á lærisveina hans á öllum öldum og stjarnan á toppi þess minnir á Betlehemsstjörnuna sem vísaði vitringunum veginn að fjárhúsinu hér forðum. 

 Þeir eru sannarlega margir siðirnir sem mótast hafa í gegnum árin og einn af þeim sem hefur orðið æ vinsælli undanfarin ár, er að fólk sækir viðburði og tónleika, þar sem jólatónarnir koma fólkinu í hátíðarskap.

 Það vekur kannski enga furðu, enda er tónlist jólanna ákaflega töfrandi og flestir sem geta tekið undir hve mikilvæg hún er fyrir undirbúning jólanna. Margir af hinum gömlu jólasálmum, hafa verið sungnir í gegnum margar aldir og þannig syngjum með sama hætti og kynslóðir á undan okkur, allt frá því á 15. öld og upplifum þannig sama hátíðleika og jólaanda sem boðskapnum fylgir.

Það hefur löngum verið vitað að tónlist hefur mikil áhrif á tilfinningarnar og meira að segja hafa rannsóknir sýnt að áhrif tónlistar gæti jafnvel á börn í móðurkviði og barnshafandi mæður hvattar til að velja fallega og rólega tónlist fyrir hin ófæddu börn. Já, það þarf sannarlega að vanda valið og löngu áður en þessi staðreynd var uppgötvuð hafa foreldrar yfirleitt haft sterkar skoðanir á því hvað börn og sér í lagi unglingarnir þeirra hlusta á.  

 Ég man þegar afi sagði mér frá afleitum tónlistarsmekk föður míns þegar hann var unglingur og sagði að þessir tónlist eins og Led Zeppelin og Pink Floyd hefðu fram að færi vær nú engin músík. Ég man líka að foreldrar mínir voru ekki upprifnir af þerri tónlist sem ég hlustaði á mínum ungdómsárum og tók þá ákvörðun að í framtíðinni myndi ég ekki atast í mínum börnum yfir því tónlistarvali sem þau veldu sér.

 En nú í ágúst síðastliðnum gerðist það að elsti sonurinn á heimilinu breyttist úr barni í ungling og á nákvæmlega sama tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að ég væri orðinn miðaldara, því mér þótti sú tónlist sem þrettán ára unglingurinn hlustaði  hreint ekki vera nein tónlist – enda var þetta meira og minna hið svokallaða rappmúsík sem ég, sem gamall lúðraveitarmaður hafði lítinn smekk fyrir.

 Fyrir utan hvað reyndist erfitt að greina einhverja laglínu að þá þótti mér textar rapparana afskaplega lítill kveðskapur og mat það svo að endalok móðurmálsins væri við næsta fótmál. Og til að bæta gráu ofan á svart, virtist það líka vera svo að flytjendurnir vildu ekki helst ekki gangast við músíkinni, enda komu þeir meira meira og minna fram undir dulenfnum. Eins og  MC Gauti, Króli og svo framvegis.

 En steininn tók algjörlega úr, þegar síðla árs, Jói Pé söng um að hann væri slaggur að liva og njódda, þessi dagur er góður ég finn það. Ekki nóg með að kveðskapurinn væri dapur, þá var ekki orðið hægt að bera þetta fram með sómsamlegum hætti. Það fyrsta sem mér datt í hug var hvort hann væri farinn að yrkja á færeysku.  

 Að sjálfsögðu rexaði ég syninum yfir þessari ósköp, með litlum árangri, og sem betur fer – því eftir að hafa heyrt lagið óma um heimilið í nokkra daga, fór ég að velta fyrir mér að þessi boðskapur væri hreint ekki svo slæmur.

Okkar berast sífellt fréttir um vaxandi kvíða og áhyggjur hjá ungu fólk og þeir sem eldri eru, eru undir svo miklu álagi til að sinna þörfum daglsegs fjölskyldulífs. Því hefur það kannski aldrei verið eins mikilvægt að heyra þennan boðskap að við þurfum að slaka, njóta og lifa – því þetta er jú góður dagur!

 Þessi boðskapur er svo sem ekki nýr af nálinni, þetta er eins og endurómun af orðum frelsarans í fjallræðunni  ,,ekki hafa áhyggjur af morgundeginum” Og þann boðskap sjáum við aftur og aftur í gegnum allan boðskap Biblíunar hvar sem við erum ætíð hvött til þess að horfa til að horfa til fegurðar sköpunarverksins og líta á hvern nýjan dag sem gjöf frá skaparans hendi og lifa í friði og sátt.

 Í guðspjalli jólanna, fæðingarfrásgu frelsarans, syngur englakórinn um frið yfir jörðunni og öllum Guðs börnum. Með komu Jesú í þennan heim var okkur færður boðskapurinn um hvað við ættum að setja á oddinn, hvernig við ættum að forgangsraða á æviveginum, ekki síst til að ná því takmarki að öðlast frið í sál sinni og lifa í kærleika og sátt við Guð og menn.  Horfa í það sem mestu máli skiptir, og leyfa sér að horfa með þakklæti fyrir hvern dag og hverja stund í sátt og friði. Höldum jól með þakklæti og hátíðarbrag. Gefum frelsaranum pláss, leyfum honum að leiða okkur í lífsins önnum á helgum jólum og allt árið um kring.

 Njótum stundarinnar, njótum augnabliksins og leyfum okkur að vera slök að lifa og njóta!. Því ekkert er sjálfsagt í þessu lífi. 

Kæri lesandi, Guð gefi þér gleðileg jól.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is