Bæjarstjórnarkosningar 2018:

Auður hættir - Stefán ekki tekið ákvörðun

23.Desember'17 | 09:30
stefan_audur_minni

Bæjarfulltrúar Eyjalistans. Mynd/samsett

Síðustu daga hefur uppstillinganefnd Eyjalistans auglýst eftir framjóðendum eða ábendingum um frambjóðendur. Það er því ljóst hvaða leið verður farin hjá framboðinu fyrir næstu kosningar. Eyjar.net fer hér yfir hvernig staðan er hjá Eyjalistanum.

Stefán Óskar Jónasson er oddviti listans. Hann tók við sem oddviti á fyrri hluta kjörtímabilsins eftir að Jórunn Einarsdóttir ákvað að flytja frá Eyjum. Stefán Óskar segir í samtali við Eyjar.net að hann sé enn að skoða málin. ,,Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvað ég geri í þessum málum. Ég mun taka ákvörðun um þetta fljótlega eftir áramót" segir Stefán.

Eyjalistinn er sem kunnugt er með tvo bæjarfulltrúa af sjö. Samkvæmt heimildum Eyjar.net hyggst Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, hinn bæjarfulltrúi flokksins ekki gefa kost á sér aftur í forystu flokksins og hefur hún þegar tilkynnt flokksfélögum sínum um það.

Georg Eiður ósáttur

Eyjar.net kannaði hug Georgs Eiðs Arnarsonar, varabæjarfulltrúa. ,,Ég hef þegar tilkynnt uppstillingarnefnd Eyjalistans að ég muni ekkert koma nálægt framboðinu í vor, nema það verði verulegar breytingar og/eða endurnýjun á fólki í efstu sætum listans, enda er ég persónulega mjög ósáttur við núverandi bæjarfulltrúa listans og þá sérstaklega vegna afar lítils og oft einskis stuðnings við þau mál sem ég hef tekið upp og bókað um í nefndum bæjarins.

Einnig er nokkuð ljóst að það greinir verulega á, á milli mín og bæjarfulltrúana þegar kemur að samgöngumálunum, sem ég tel mig hafa afar víðtæka þekkingu á. Staðan er því afar óljós um það hvort að ég komi nálægt þessu framboði í vor, en einhverja tilfinningu hef ég fyrir því að ég verði ekki í framboði í vor, En það kemur þá bara í ljós." segir Georg Eiður.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).