Bæjarstjórnarkosningar 2018:

Auður hættir - Stefán ekki tekið ákvörðun

23.Desember'17 | 09:30
stefan_audur_minni

Bæjarfulltrúar Eyjalistans. Mynd/samsett

Síðustu daga hefur uppstillinganefnd Eyjalistans auglýst eftir framjóðendum eða ábendingum um frambjóðendur. Það er því ljóst hvaða leið verður farin hjá framboðinu fyrir næstu kosningar. Eyjar.net fer hér yfir hvernig staðan er hjá Eyjalistanum.

Stefán Óskar Jónasson er oddviti listans. Hann tók við sem oddviti á fyrri hluta kjörtímabilsins eftir að Jórunn Einarsdóttir ákvað að flytja frá Eyjum. Stefán Óskar segir í samtali við Eyjar.net að hann sé enn að skoða málin. ,,Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvað ég geri í þessum málum. Ég mun taka ákvörðun um þetta fljótlega eftir áramót" segir Stefán.

Eyjalistinn er sem kunnugt er með tvo bæjarfulltrúa af sjö. Samkvæmt heimildum Eyjar.net hyggst Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, hinn bæjarfulltrúi flokksins ekki gefa kost á sér aftur í forystu flokksins og hefur hún þegar tilkynnt flokksfélögum sínum um það.

Georg Eiður ósáttur

Eyjar.net kannaði hug Georgs Eiðs Arnarsonar, varabæjarfulltrúa. ,,Ég hef þegar tilkynnt uppstillingarnefnd Eyjalistans að ég muni ekkert koma nálægt framboðinu í vor, nema það verði verulegar breytingar og/eða endurnýjun á fólki í efstu sætum listans, enda er ég persónulega mjög ósáttur við núverandi bæjarfulltrúa listans og þá sérstaklega vegna afar lítils og oft einskis stuðnings við þau mál sem ég hef tekið upp og bókað um í nefndum bæjarins.

Einnig er nokkuð ljóst að það greinir verulega á, á milli mín og bæjarfulltrúana þegar kemur að samgöngumálunum, sem ég tel mig hafa afar víðtæka þekkingu á. Staðan er því afar óljós um það hvort að ég komi nálægt þessu framboði í vor, en einhverja tilfinningu hef ég fyrir því að ég verði ekki í framboði í vor, En það kemur þá bara í ljós." segir Georg Eiður.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.