Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks:

Vilja afnema lög um orlof húsmæðra

21.Desember'17 | 07:15
meirihl_2017

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Mynd/TMS

Töluverð umræða var á síðasta bæjarstjórnarfundi vegna orlofssjóðs húsmæðra. Við lok umræðunnar las Trausti Hjaltason upp bókun frá meirihluta bæjarstjórnar.  

Bókunin er svohljóðandi:

Undirrituð hvetja alþingi til að afnema lög um orlof húsmæðra og tekur þar með undir samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyja á kvenréttindadaginn 19. júní 2008. Bæjarstjórn telur að lög um að orlofsnefndir skipuleggi orlof húsmæðra hver í sínu umdæmi og sjái um rekstur orlofsheimila á kostnað bæjarins sé tímaskekkja. Gildandi lög um húsmæðraorlof eru frá 1972 og sett í þeim anda sem ríkti þá og miðast við þjóðfélag þess tíma. Þau eru því ekki í anda þess jafnréttis sem nú er unnið að og árangur hefur náðst í enda taka þau einungis til annars kynsins og fela því í sér mismunun. 

Minnt er á að í kjölfar fyrirspurnar Vestmannaeyjabæjar árið 2007 svaraði Jafnréttisstofa því til að hún teldi líkur á að lög um orlof húsmæðra teljist brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stofan áréttaði þó jafnframt að það sé Alþingis að afnema hin umræddu lög. 

Bæjarstjórn bendir á að upphafsorð 1. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hljóðar svo: Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Í ákvæðinu eru taldar upp nokkrar leiðir til að ná fram markmiði laganna, m.a. að gæta jafnréttissjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins auk þess að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ein af þeim leiðum sem nefndar eru til að ná fram markmiði laganna er að bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu. Löggjafinn gerir því ráð fyrir að sum úrræði sem gripið er til nýtist konum fremur en körlum. Með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum og grundvallarreglum stjórnskipunarinnar er þó augljóst að slíkum úrræðum verður eingöngu beitt þegar nauðsyn krefur til og að rétta hlut kvenna þar sem á hefur hallað. Verður ekki séð að lög um orlof húsmæðra uppfylli þetta skilyrði enda fá húsfeður og eða ekklar ekki notið til jafns við konur þess orlofs sem lögin kveða á um. Ljóst má því telja að lög um orlof húsmæðra brjóta gegn lögum um jafna stöðu karla og kvenna og grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunnar. 

Trausti Hjaltason
Elliði Vignisson  
Hildur Sólveig Sigurðardóttir 
Páll Marvin Sigurðardóttir 
Birna Þórsdóttir 

Liður 3 úr fundargerð bæjarráðs var samþykktur með fimm atkvæðum. Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir greiddu atkvæði á móti. 

Hér má sjá lið 3 úr fundargerð bæjarráðs:

Ósk um greiðslu vegna orlofssjóðs húsmæðra 2017

Erindi frá orlofsnefnd húsmæðra dags. 14. nóvember s.l. þar sem fram kemur að ekki hafi borist til þeirra greiðsla fyrir árið 2017 í orlofssjóð húsmæðra. Sótt er um greiðslu fyrir þetta ár.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir að lög um orlof húsmæðra frá 1972 séu löngu úreld. Bæjarráð samþykkir að greiða orlofsnefnd kvennfélagsins Líknar greiðslu vegna ársins 2017. Skv. 11. gr. í lögum um orlof húsmæðra er orlofsnefndum skylt að senda viðkomandi sveitarfélagi skýrslu um starfsemi sína ásamt reikningum og óskar bæjarráð eftir þeirri skýrslu að lokinni orlofsferð.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).