Fjárlagafrumvarpið:

Framlög til HSU verða aukin um 7,4% á næsta ári

21.Desember'17 | 14:03
HSU_Selfoss_Vestmannaeyjar_samsett.

Starfstöðvar HSU á Selfossi og í Eyjum. Mynd/hsu.is

Framlög til heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmum landsins verða aukin um 6,8% á næsta ári. Heildaraukningin nemur tæpum 1,5 milljarði króna.

Til samanburðar nemur hlutfallsleg aukning til Landspítalans sem er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús 8,2%. Sjúkrahúsið á Akureyri sem einnig gegnir hlutverki á landsvísu sem sérgreinasjúkrahús og kennslusjúkrahús fær aukin framlög sem nema 4,2%.

Framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands verða aukin um 7,4%, Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær 6,9% aukningu, Heilbrigðisstofnun Austurlands 6,2%, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 5,3% og Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær aukin framlög sem nema 4,3%, segir í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu.

Áhersla er lögð á að efla tækjabúnað stofnananna og verða þeim veittar samtals 223 milljónir króna til tækjakaupa sem er 200 milljónum kr. meira en í fjárlögum þessa árs. Framlög til sjúkraflutninga verða einnig aukin og nemur viðbótin 124 milljónum kr. eða 5,3%.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt þegar rætt er um framlög til heilbrigðisþjónustu eftir landsvæðum að hafa í huga hlutverk stofnananna og þjónustuna sem þær veita. Landspítalinn gegni veigamiklu hlutverki á landsvísu og veiti ýmsa afar sérhæfða þjónustu sem verði ekki með neinu móti veitt annars staðar: „Ef Landspítalinn fær ekki sinnt þessu hlutverki sínu vegna álags af því að útskriftarvandi stendur sérhæfðu þjónustunni fyrir þrifum er það vandamál okkar allra, hvar sem við búum“ segir Svandís. Í þessu ljósi hafi verið ákveðið að veita umtalsverðum fjármunum til að mæta útskriftarvanda spítalans sem meðal annars megi rekja til þess hve mikill skortur er á hjúkrunarrýmum og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.