Jóladagskrá Landakirkju

20.Desember'17 | 06:48
landakirk_jol

Landakirkja. Ljósmynd/TMS

Það styttist orðið í jólin. Á sunnudaginn næstkomandi er aðfangadagur jóla. Jóladagskrá Landakirkju og athafnir kirkjunnar í kringum áramót og þrettánda má sjá hér neðar í þessari frétt:

Fimmtudagur 21. desember

Kl. 20:00 Æfing hjá kirkjukór Landakirkju

Sunnudagur 24. desember - Aðfangadagur jóla

Kl. 14:00 Bænastund í Vestmannaeyjakirkjugarði. Látinna minnst líkt og undanfarin ár.
Kl. 18:00 Aftansöngur á aðfangadag í Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.
Kl. 23:30 Miðnæturmessa á aðfangadagskvöldi í Landakirkju. Sr. Viðar prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

Mánudagur 25. desember - Jóladagur

Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag í Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Lúðrasveit Vestmannaeyja mætir og leikur jólalög fyrir
guðsþjónustu og í henni.

Þriðjudagur 26. desember - Annar í jólum
Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Sr. Viðar prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

Sunnudagur 31. desember - Gamlársdagur

Kl. 18:00 Aftansöngur á gamlársdag í Landakirkju. Sr. Viðar prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

Mánudagur 1. janúar - Nýársdagur

Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á nýársdag í Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

Sunnudagur 7. janúar

Kl. 13:00 Þrettándaguðsþjónusta í Stafkirkjunni. Sr. Viðar þjónar.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.