Íbúakosning ráðandi

20.Desember'17 | 14:48
nyr_her_crist

Tölvugerð mynd af nýsmíði Herjólfs.

Í dag birtir Eyjar.net síðustu yfirferð úr skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi fyrir Eyjar.net. Í dag skoðum við betur niðurstöður er snúa að rekstri Herjólfs og íbúakosningu þar að lútandi.

Ef af samningi yrði milli Samgönguráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar og tíðni ferða yrði aukin, hver eftirtalinna aðila telur þú að væri best til þess fallinn að sjá um rekstur Herjólfs?

Hægt er að smella á niðurstöður (mynd) til að opna þær stærri.

Það vakti athygli fyrir nokkru síðan þegar niðurstöður könnunar voru kynntar að tæplega 59% eru jákvæðir fyrir því að Vestmannaeyjabær taki við hlutverki Vegagerðarinnar sem ábyrgðar- og eftirlitsaðili með framkvæmd á rekstri Herjólfs. Innan við helmingur að Vestmannaeyjabær sé best til þess falinn að sjá um rekstur Herjólfs. Síðast en ekki síst að það er mikill meirihluti, rúmlega 3 af hverjum 4 (76,9%) sem telja að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum ættu að halda íbúakosningu um það hvort Vestmannaeyjabær eigi að sjá um rekstur Herjólfs. Það er því áhugavert að skoða og rýna betur í þessu svör.

Stærstur hluti þeirra sem telur að Vestmannaeyjabæ sé best til þess fallinn að sjá um rekstur Herjólfs kemur úr hópi þeirra sem er jákvæður gagnvart því að Vestmannaeyjabær taki við hlutverki Vegagerðarinnar sem ábyrgðar- og eftirlitsaðili með framkvæmd á rekstri Herjólfs. Á meðan stærstur hluti þeirra sem telur að núverandi rekstraraðili Eimskip sé best til þess falinn er óánægður með að Vestmannaeyjabær yfirtaki þetta hlutverk sem ábyrgðar- og eftirlitsaðili.

Athygli vekur að meira en helmingur þeirra 23,1% sem vill ekki að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum haldi íbúakosningu um það hvort Vestmannaeyjabær eigi að sjá um rekstur Herjólfs telja að bæjaryfirvöld séu best til þess fallin að sjá um þann þátt. Það sem vekur þó mesta athygli er hversu hátt hlutfall þeirra sem telja Vestmannaeyjabæ best til þess falinn að sjá um rekstur Herjólfs en vilja samt fá íbúakosningu hvort Vestmannaeyjabær eigi að sjá um rekstur Herjólfs.

Það er því rétt að vekja athygli á því að þó um helmingur telji Vestmannaeyjabæ best til þess fallinn að sjá um rekstur Herjólfs þá eru 76,9% sem telja að bæjaryfirvöld ættu að halda íbúakosningu um það hvort Vestmannaeyjabær eigi að sjá um rekstur Herjólfs.

Það gæti því verið skynsamlegt fyrir bæjaryfirvöld að fara í íbúakosningu til að fá niðurstöðu í málið.

 

Um könnunina:

Úrtak: 910 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum.

Dagsetning gagnaöflunar: 31. október til 23. nóvember 2017. Fjöldi svarenda: 507 einstaklingar. Svör voru vigtuð út frá upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu í þýði. Aðferð: Símakönnun. Framkvæmdaraðili: MMR.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%