Víti í Vestmannaeyjum - kynningarstikla

18.Desember'17 | 06:50
viti_i_vestm_stikla

Skjáskot/Víti í Vestmannaeyjum

Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum, sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason verður frumsýnd 9. mars næstkomandi í Sambíóunum. 
Sagafilm sem framleiðir kvikmyndina, fékk Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörð til liðs við sig við gerð nýrrar kynningarstiklu sem gerð var fyrir myndina. 

Sagan er þroska saga Jóns sem fer á sitt fyrsta knattspyrnumót í Vestmannaeyjum. Þar þarf Jón að takast á við sjálfan sig og aðra, bæði innan vallar sem utan. Jóhann Ævar Grímsson, Otto Geir Borg og Gunnar Helgason skrifa handrit kvikmyndarinnar og leikstjórn er í höndum af Braga Þórs Hinrikssonar. Fótbolti.net greindi frá.

Samhliða framleiðslu kvikmyndarinnar verða þróaðir og framleiddir sex sjónvarpsþættir sem einnig eru byggðir á bókinni og hefur RÚV tryggt sér sýningarréttinn á þeim. 

Hannes Þór, sem er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins, var fastráðinn leikstjóri í fullu starfi hjá Sagafilm árin 2012 og 2013, áður en hann hóf feril sem atvinnumaður í fótbolta. 

Stikluna má sjá hér að neðan. 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.