Knattspyrna:

Felix Örn valinn í A-landsliðið

15.Desember'17 | 12:10
Felix_ibv

Felix Örn Friðriksson. Mynd/SGG.

A landslið karla fer til Indónesíu í byrjun janúar og leikur þar tvo leiki við heimamenn. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari valdi fjóra nýliða að þessu sinni og er einn af þeim frá ÍBV. Það er varnarmaðurinn knái Felix Örn Friðriksson.

Leikirnir fara fram 11. og 14. janúar og fara fram utan við alþjóðlega landsleikjadaga FIFA. 

Indónesía er sem stendur í 154. sæti heimslista FIFA og fór upp um 11. sæti í nýjustu útgáfu hans. A landslið karla og Indónesía hafa aldrei mæst áður á knattspyrnuvellinum.

Hópurinn sem valinn var:

Markmenn Fæddur Tímabil L M Félag
Frederik Schram 1995 2017 1   Roskilde FK
Rúnar Alex Rúnarsson 1995 2017 1   Nordsjælland
Anton Ari Einarsson 1994       Valur
           
Varnarmenn          
Ragnar Sigurðsson 1986 2007-2017 74 3 Rubin Kazan
Sverrir Ingi Ingason 1993 2014-2017 16 3 FC Rostov
Jón Guðni Fjóluson 1989 2008-2017 11   IFK Norrköping
Haukur Heiðar Hauksson 1991 2014-2016 7   AIK
Hólmar Örn Eyjófsson 1990 2012-2017 6   Levski Sofia
Hjörtur Hermannsson 1995 2016-2017 5   Brøndby IF
Böðvar Böðvarsson 1995 2017 3   FH
Viðar Ari Jónsson 1994 2017 3   Brann SK
Felix Örn Friðriksson 1999       IBV
           
Miðjumenn          
Arnór Smárason 1988 2008-2017 23 2 Hammarby
Arnór Ingvi Traustason 1993 2015-2017 15 5 Malmö FF
Aron Sigurðarson 1994 2016-2017 5 2 Tromsö
Hilmar Árni Halldórsson 1993       Stjarnan
Mikael Neville Anderson 1998       Vendsyssel FF
Samúel Kári Friðjónsson 1996       Valerenga IF
           
Sóknarmenn          
Björn Bergmann Sigurðarson 1991 2011-2016 9 1 Molde BK
Óttar Magnús Karlsson 1997 2017 3   Molde BK
Kristján Flóki Finnbogason 1995 2017 2   Start IF
Tryggvi Hrafn Haraldsson 1996 2017 1   Halmstad  BK

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.