Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Falla frá áformum um friðlýsingu

15.Desember'17 | 06:54
IMG_7565-002

Búsvæða sjófugla í Vestmannaeyjum verður ekki friðlýst í bráð. Ljósmynd/TMS

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í gær að falla frá áformum um friðlýsingu búsvæða sjófugla í Vestmannaeyjum þar til fyrir liggur skýr réttur sveitarfélagsins til að segja sig einhliða frá slíkri friðlýsingu. Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum en einn var á móti.

Í greinagerð með tillögunni segir að eins og þekkt sé samþykkti bæjarstjórn á 1519. fundi sínum að bíða með undirritun friðlýsingar þar til fram hefur farið kynning á málinu meðal hagsmunaðila og annarra heimamanna. Sá fundur fór fram í lok febrúar sl. Þar kynntu fultrúar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Vestmannaeyjabæ og Náttúrustofu Suðurlands málið og svöruðu fyrirspurnum. Að afloknum kynningarfundifundi liggur það ljóst fyrir að með samþykkt friðlýsingar væru fulltrúar bæjarstjórnar að afsala sér ákveðnu forræði til frambúðar enda gæti sveitarfélagið ekki sagt sig frá henni ef upp kæmi deila milli aðila.

Eins og fyrr segir voru allir bæjarfulltrúar sem skrifuðu uppá tillöguna utan eins, en það var Páll Marvin Jónsson, formaður bæjaráðs. 

 

Þessu tengt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.