Fréttatilkynning:

Nýr "Gosfáni" í framleiðslu

14.Desember'17 | 19:17

Í tilefni af því að 45 ár eru að líða frá gosi höfum við hafið framleiðslu á nýjum "Gosfánum" sem hugsaðir eru fyrir öll tækifæri tengd Heimaeyjargosinu óháð "lógói" eða markaðsefni hverrar hátíðar eða árs. 

Nýi fáninn sækir minni sitt í eldtungurnar og vikurhólana sem eftir stóðu. Á honum má finna goslitina fjóra; rauðan, appelsínugulan, gulan og svartan. Þeir tákna þannig eldinn, hraunið, glóðina og öskuna.

Fáninn er 100x150 cm á stærð og framleiddur/prentaður á Íslandi. Hann verður seldur á kostnaðarverði, 3.500 kr.​ Við auglýsum þetta snemma því í tilefni jóla ætlum við að hefja sölu í formi gjafabréfa sem skipt verður út fyrir fána þegar þeir verða tilbúnir. Fyrir þá sem allt eiga getur verið góð gjöf að fá nýjan Gosfána fyrir 23. janúar nk til þess að geta flaggað með okkur.

Pantanir skal senda á goslok@vestmannaeyjar.is eða í gegnum facebooksíðuna "Goslokahátíð Vestmannaeyja".

 

Gleðilega hátíð 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.