Theodór Sigurbjörnsson markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi

12.Desember'17 | 12:50
teddi_handb

Theodór Sigurbjörnsson.

Theodór Sigurbjörnsson varð um helgina markahæsti leikmaður ÍBV í handbolta frá upphafi. Hann var þá aftur á sínum stað í liði ÍBV gegn Haukum, en hann hefur verið fráfarandi í síðustu leikjum þar sem beðið var eftir að kona hans fæddi barn þeirra.

Barnið kom í heiminn á laugardaginn og því gat Theodór verið með í leiknum á sunnudag. Þar gerði hann sér lítið fyrir og skoraði 6 mörk. Síðasta mark hans í gær var þó heldur betur sögulegt. Þetta var mark hans númer 1031 fyrir félagið sem gerir hann að markahæsta leikmanni ÍBV frá upphafi. En hann tók framúr þjálfara sínum Sigurði Bragasyni með þessum mörkum, segir í frétt á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags.

Það sem er ekki síður merkilegt er að hann hefur skorað þessi mörk í 183 leikjum sem gera 5,6 mörk að meðaltali í leik.

Ferill Tedda með ÍBV

2010-2011 16 leikir 37 mörk. Fyrsti leikur var gegn Selfossi og fyrsta mark gegn Stjörnunni.
2011-2012 19 leikir 55 mörk
2012-2013 21 leikir 95 mörk
2013-2014 30 leikir 144 mörk Íslandsmeistari með liðinu
2014-2015 29 leikir 172 mörk bikarmeistari með liðinu, kjörin íþróttamaður Vestmannaeyja
2015-2016 29 leikir 212 mörk
2016-2017 29 leikir 249 mörk Kjörin besti leikmarður Íslandsmótsins
2017-2018 10 leikir 67 mörk

Markahæstu leikmenn ÍBV
1 Theódór Sigurbjörnsson 1031
2 Siggi Braga 1030
3 Zoltán Belány 929
4 Grétar Þór 882
5 Svavar Vignis 784
6 Guffi Kristmanns 577
7 Andri Heimir 460
8 Leifur Jóh 448
9 Erlingur Rikka 425
10 Siggi Ari 413

Við óskum þessum sanna Eyjamanni og ÍBV-ara til lukku með allt saman.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).