Ekki næst að endurskoða samning um rekstur Náttúrustofu Suðurlands

12.Desember'17 | 07:10
skuggamynd_lundar

Stofan hefur m.a rannsakað lundann síðustu ár. Ljósmynd/TMS

Erindi frá Umhverfis-og auðlindaráðuneytinu var tekið fyrir á síðasta fundi stjórnar Náttúrustofu Suðurlands. Í erindinu kemur fram að ekki næst að endurskoða samninga um rekstur náttúrustofa sem rennur út í árslok 2017.  

Leggur ráðuneytið til við Vestmannaeyjabæ að framlengja gildistíma viðkomandi samnings vegna Náttúrustofu Suðurlands um eitt ár eða til ársloka 2018.

Bæjarráð fjallaði um erindið á fundi sínum 21. nóvember s.l. og gerði svohljóðandi bókun:

„Bæjarráð vekur athygli á því að það stefnir í það að Náttúrustofa Suðurlands verði rekin með halla í ár. Framlenging á núverandi samningi í óbreyttri mynd merkir að gera þarf breytingar á rekstri NS þannig að fyrirhugað rekstrarframlag af fjárlögum og mótframlag Vestmannaeyjabæjar sem og aðrar verkefnabundnar tekjur NS dugi fyrir rekstrinum. 

Bæjarráð óskar eftir því að stjórn NS fjalli um málið og leggi fram drög að breytingum á rekstri NS þannig að útgjöldin verði ekki umfram rekstrarframlögin og aðrar tekjur.”

Stjórn NS tekur undir ályktun bæjarráðs og  ef  fjárveitingar á fjárlögum ríkissjóðs til NS 2018  verða  nær óbreyttar eins og fram kemur í erindi ráðuneytisins þá er ljóst að fjárveitingar ásamt framlagi Vestmannaeyjabæjar og þjónustutekjur  duga ekki til reksturs og launakostnaðar starfsmanna NS. Þarf því að taka þá erfiðu ákvörðun að fækka eða skera verulega niður útgjöld vegna launakostnaðar ofl. til að ná koma tekjum og útgjöldum í jafnvægi.

Fram kom í umræðu á fundinum að lausir kjarasamningar og flutningur í nýtt húsnæði á nýju ári muni óhjákvæmilega leiða til enn frekarari hallareksturs á árinu 2018. Stjórn Náttúrustofu Suðurlands metur það svo að ef ekki fæst aukið framlag sem nemur a.m.k. 6,5 millj.kr. til reksturs vegna ársins 2018 þá verði ekki undan því vikist að grípa til uppsagna til að lækka launakostnað sem er um 86% af heildartekjum NS.

Í ljósi þess að fjárlagafrumvarp 2018 verður lagt fram á Alþingi þann 14. des. n.k. telur stjórn NS  rétt eftir atvikum  að bíða með frekari ákvörðun, en boða þess í stað  til stjórnarfundar á ný eftir fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram og á þeim fundi mun verða tekin ákvörðun um framhaldið.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).