Elís Jónsson skrifar:

Getum við gert betur?

11.Desember'17 | 08:49
born

Leikskólabörn á göngu. Ljósmynd/TMS

Við höfum fullt af mælikvörðum í lífinu sem við getum notað til að gera betur. Eitt að því sem hefur komið sér vel fyrir mína fjölskyldu er að í rúm þrjú ár hef ég unnið vaktavinnu. 

Ég hef átt tök á að vera heima með tvö yngstu börnin á heimilinu í vaktafríum og því hefur bið eftir leikskólaplássi haft minni áhrif á fjölskylduna en á aðrar fjölskyldur. Að sama skapi hef ég getað stutt við skólagöngu tveggja eldri barna á heimilinu. Hundruð klukkutíma hafa m.a. farið í lestrarkennslu og þjálfun sem hefur loks skilað sér. Þó önnur verk sem þola bil hafi setið á hakanum þá gleður mig fátt meira en að sjá mælanlegan árangur.

Hér í samfélaginu í Vestmannaeyjum höfum við fjölmarga mælikvarða og kannanir sem gefa okkur vísbendingu um hvar má gera betur. Það er afar mikilvægt að finna þau atriði og gera betur en að auki má benda á að markvisst samráð við íbúa stuðlar að betri ákvörðunum og meiri gæðastjórnun. Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018, fjölmörg sveitarfélög hafa lokið þeirri vinnu en seinni umræða er eftir í bæjarstjórn Vestmannaeyja en skv. 62. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 skal afgreiða áætlun eigi síðar en 15. desember. Þessi vinna er forsenda fyrir mjög margt í samfélaginu, þess vegna hafa mörg sveitarfélög gert vel í að kynna þessa vinnu. Í Hafnarfirði er t.d. haldinn íbúafundur með bæjarstjóra og sviðstjórum um fjárhagsáætlun. Mosfellsbær gefur mjög góðan aðgang að gögnum og forsendum á heimasíðu bæjarins. Það má lengi telja upp dæmi sem sýna að við þurfum að gera betur!

Eins og komið hefur fram er ég og kona mín svo lánsöm að eiga fjögur börn og nú bíðum við spennt eftir að yngsta barnið sem verður 18 mánaða 30. desember nk. fái leikskólapláss. Þrátt fyrir fögur orð fulltrúa Vestmannaeyjabæjar um nánast allt sem viðkemur barnafjölskyldum þá upplifa margir hverjir innantóm orð. Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýnn og trúa því að öll börn 18 mánaða og eldri fái leikskólapláss í janúar á nýju ári þrátt fyrir að bréf með boð um leikskólapláss hafi ekki enn borist okkur. Þó nú hafi verið tekin ákvörðun um að byggja við Kirkjugerði eins og lagt var til, sbr. 1. mál á 294. fundi í fræðsluráði þann 16. mars sl. þá þarf að gera betur. Mætti til dæmis nota ónotaða stofu á Víkinni og hefja aðlögun elstu barna fyrr til að liðka fyrir? Væri ráð að taka Borgarbyggð til fyrirmyndar? Foreldrum í Borgarbyggð hefur boðist leikskólapláss frá 9 mánaða aldri. Samanber línurit um fjölda barna eftir aldri frá 1. janúar 2017 er sveiflan ekki svo mikil, er viljinn allt sem þarf til að leysa málin?

Gerum samfélagið betra! Þjónustukönnun Capacent sýnir að við þurfum að gera betur og sannarlega getum við gert betur. Látum verkin tala, fyrr sjáum við ekki mælanlegan árangur!

 

Þar sem hjartað slær.

Elís Jónsson

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%