Skoðanakönnun MMR fyrir Eyjar.net:

Mikill meirihluti bæjarbúa vill íbúakosningu

um það hvort Vestmannaeyjabær eigi að sjá um rekstur Herjólfs

3.Desember'17 | 10:05
nyr_herj_2017_cr_sa_c

Tæp 77% telja rétt að kosið verði um hvort Vestmannaeyjabær eigi að sjá um rekstur nýs Herjólfs. Mynd/Crist SA.

Í dag birtir Eyjar.net síðustu niðurstöður úr skoðanakönnun sem gerð var í nóvember af MMR fyrir Eyjar.net. Eftir helgina munu niðurstöður svo verða rýndar aðeins betur. 

Spurt var: Telur þú að bæjaryfirvöld Vestmannaeyja ættu að halda íbúakosningu um það hvort Vestmannaeyjabær eigi að sjá um rekstur Herjólfs?

 

Hægt er að smella á niðurstöður (mynd) til að opna þær stærri.

Þrátt fyrir að tæpur meirihluti 49,5% telji að Vestmannaeyjabær sé best fallinn til þess að sjá um rekstur Herjólfs þá er mikill meirihluti 76,9% sem telur að bæjaryfirvöld ættu að halda íbúakosningu um það hvort Vestmannaeyjabær eigi að sjá um rekstur Herjólfs. Athygli vekur að fleiri konur en karlar vilja íbúakosningu og einnig er hæsta hlutfall í aldurshópnum 18-29 ára eða 86%.

Rétt er að taka fram að það eru lang flestir 18,1% eða 92 einstaklingar sem tóku ekki afstöðu þegar spurt var ,, Ef af samningi yrði milli Samgönguráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar og tíðni ferða yrði aukin, hver eftirtalinna aðila telur þú að væri best til þess fallinn að sjá um rekstur Herjólfs?‘‘. Á meðan einungis 3,8% eða 19 einstaklingar taka ekki afstöðu til spurningarinnar: ,,Telur þú að bæjaryfirvöld Vestmannaeyja ættu að halda íbúakosningu um það hvort Vestmannaeyjabær eigi að sjá um rekstur Herjólfs?“

 

 

Um könnunina:

Úrtak: 910 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum.

Dagsetning gagnaöflunar: 31. október til 23. nóvember 2017. Fjöldi svarenda: 507 einstaklingar. Svör voru vigtuð út frá upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu í þýði. Aðferð: Símakönnun. Framkvæmdaraðili: MMR.

Hér má sjá niðurstöðurnar sem kynntar voru á föstudaginn.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.