Skoðanakönnun MMR fyrir Eyjar.net:

Tæp 50% telja að Vestmannaeyjabær sé best til þess fallinn að sjá um rekstur Herjólfs

1.Desember'17 | 11:26
herjolf_bjarnarey_cr

Herjólfur. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net heldur áfram að birta niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var meðal bæjarbúa í Vestmannaeyjum. Í dag birtum við niðurstöður úr tveimur spurningum könnunarinnar.

Spurt var: Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart því að Vestmannaeyjabær taki við hlutverki Vegagerðarinnar sem ábyrgðar- og eftirlitsaðili með framkvæmd á rekstri Herjólfs?

Hægt er að smella á niðurstöður (myndir) til að opna þær stærri.

Meirihluti eða 58,7% reyndist jákvæður fyrir því því að Vestmannaeyjabær tæki við hlutverki Vegagerðarinnar sem ábyrgðar- og eftirlitsaðili með framkvæmd á rekstri Herjólfs. Ekki var að merkja að annað kynið kyn eða tilteknir aldurshópar væru jákvæðari en aðrir. Hins vegar voru heldur fleiri karlar neikvæðir en konur og hlutfallslega flestir neikvæðir voru í hópnum 50 ára og eldri. Einnig vekur athygli lítil neikvæðni hjá aldurshópnum 18-29 ára.

 

Spurt var: Ef af samningi yrði milli Samgönguráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar og tíðni ferða yrði aukin, hver eftirtalinna aðila telur þú að væri best til þess fallinn að sjá um rekstur Herjólfs?

Tæpur meirihluti, eða 49,5%, taldi að Vestmannaeyjabær væri best til þess fallinn að sjá um rekstur Herjólfs, rúmlega tvöfalt fleiri en nefndu félag í eigu fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Hlutfall þeirra sem nefndu Vestmannaeyjabæ reyndist hærra meðal kvenna en karla og sömuleiðis hærra meðal 18-29 ára svarenda en í öðrum aldurshópum. Athygli vekur að ekki nema 10% svarenda úr aldurshópnum 18-29 töldu að félag í eigu fyrirtækja í Vestmannaeyjum best til þess fallið að sjá um rekstur Herjólfs sem er mun lægra hlutfall en í öðrum aldurshópum.

Rétt er að taka fram að 18,1%, eða 92 einstaklingar, tóku ekki afstöðu til spurningarinnar sem er rúmlega tvisvar sinnum fleiri en í spurningu þar sem næst flestir tóku ekki afstöðu.

 

Fleiri niðurstöður verða kynntar um helgina.

 

Um könnunina:

Úrtak: 910 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum.

Dagsetning gagnaöflunar: 31. október til 23. nóvember 2017. Fjöldi svarenda: 507 einstaklingar. Svör voru vigtuð út frá upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu í þýði. Aðferð: Símakönnun. Framkvæmdaraðili: MMR.

 

Hér má sjá niðurstöðurnar sem kynntar voru í gær.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.