Ný skoðanakönnun MMR fyrir Eyjar.net:

Mikið fylgistap hjá báðum flokkum bæjarins

- tæp 15% myndu greiða nýju framboði atkvæði sitt

29.Nóvember'17 | 09:32
baejarstj_2016

Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net birtir nú fleiri niðurstöður úr skoðanakönnun sem unnin var af MMR fyrir miðilinn. Í ár var ekki bara spurt út í samgöngumálin, heldur einnig um bæjarmálin. Nú er tæpt hálft ár er til sveitarstjórnarkosninga og því var kannað nú hvað bæjarbúar hyggjast kjósa í næstu kosningum.

Spurt var: Ef kosið yrði til bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?

Hægt er að smella á niðurstöður (mynd) til að opna þær stærri.

Í sveitastjórnarkosningum 2014 fékk D-listi Sjálfstæðisflokks 73,15% gildra atkvæða og E-listi Eyjalistans 26,85% gildra atkvæða. Samtals greidd atkvæði voru 74,71% af kjörskrá og þarf að leita aftur til ársins 1929 til að finna lélegri kosningarþátttöku sem var þá 71,19%. Athygli vekur mikið fylgishrun hjá D-lista Sjálfstæðisflokks frá kosningum 2014 en það minnkar um 38,25% og rúmlega helmingar hann fylgið sitt. E-listi Eyjalistans tapar einnig miklu fylgi eða um 19,15% frá kosningum 2014. Það er því ekki ólíklegt að mikla endurnýjun þurfi í forystu beggja flokka þar sem 14,9% myndu einfaldlega bara kjósa eitthvað annað ef það væri í boði og stærsti hluti 39,5% er óákveðinn.

Heldur fleiri konur myndu kjósa D-lista Sjálfstæðisflokks heldur en karlar og mesta fylgi frá aldurshópnum 50 ára og eldri. Hvað E-lista Eyjalistans er þetta jafnara en áberandi lítið fylgi frá aldurshópnum 18-29 ára.

Til gamans má geta þess að með sama magni gildra atkvæða og í sveitarstjórnarkosningum 2014 væri D-listi Sjálfstæðisflokks að berjast við að halda inni þriðja bæjarfulltrúa, E-listi Eyjalistans fengi engan bæjarfulltrúa. Annað og óákveðnir vega því ansi þungt í bæjarfulltrúum talið enda meira en helmingur eða 54,4%.

Sé fylgi óákveðna dreift jafnt á D-lista Sjálfstæðisflokks, E-lista Eyjalistans og á ,,annað“. Þá væri niðurstaðan með sömu forsendum og að ofan að D-listi Sjálfstæðisflokks væri að berjast við að halda meirihluta með fjóra bæjarfulltrúa, ,,annað“ fengi tvo bæjarfulltrúa, E-listi Eyjalistans fengi einn bæjarfulltrúa og væri við það að ná öðrum á kostnað Sjálfstæðisflokks. Aukalega þyrfti eingöngu um 75 gild atkvæði sem myndu falla hjá E-lista Eyjalistans til að D-listi Sjálfstæðisflokks myndi missa fjórða bæjarfulltrúa yfir til þeirra.

Eyjar.net heldur áfram að birta niðurstöður skoðanakönnunarinnar næstu daga.

 

Um könnunina:

Úrtak: 910 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum.

Dagsetning gagnaöflunar: 31. október til 23. nóvember 2017. Fjöldi svarenda: 507 einstaklingar. Svör voru vigtuð út frá upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu í þýði. Aðferð: Símakönnun. Framkvæmdaraðili: MMR.

 

Hér má sjá niðurstöðurnar sem kynntar voru í gær.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).