Ný skoðanakönnun MMR fyrir Eyjar.net:

Mikið fylgistap hjá báðum flokkum bæjarins

- tæp 15% myndu greiða nýju framboði atkvæði sitt

29.Nóvember'17 | 09:32
baejarstj_2016

Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net birtir nú fleiri niðurstöður úr skoðanakönnun sem unnin var af MMR fyrir miðilinn. Í ár var ekki bara spurt út í samgöngumálin, heldur einnig um bæjarmálin. Nú er tæpt hálft ár er til sveitarstjórnarkosninga og því var kannað nú hvað bæjarbúar hyggjast kjósa í næstu kosningum.

Spurt var: Ef kosið yrði til bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?

Hægt er að smella á niðurstöður (mynd) til að opna þær stærri.

Í sveitastjórnarkosningum 2014 fékk D-listi Sjálfstæðisflokks 73,15% gildra atkvæða og E-listi Eyjalistans 26,85% gildra atkvæða. Samtals greidd atkvæði voru 74,71% af kjörskrá og þarf að leita aftur til ársins 1929 til að finna lélegri kosningarþátttöku sem var þá 71,19%. Athygli vekur mikið fylgishrun hjá D-lista Sjálfstæðisflokks frá kosningum 2014 en það minnkar um 38,25% og rúmlega helmingar hann fylgið sitt. E-listi Eyjalistans tapar einnig miklu fylgi eða um 19,15% frá kosningum 2014. Það er því ekki ólíklegt að mikla endurnýjun þurfi í forystu beggja flokka þar sem 14,9% myndu einfaldlega bara kjósa eitthvað annað ef það væri í boði og stærsti hluti 39,5% er óákveðinn.

Heldur fleiri konur myndu kjósa D-lista Sjálfstæðisflokks heldur en karlar og mesta fylgi frá aldurshópnum 50 ára og eldri. Hvað E-lista Eyjalistans er þetta jafnara en áberandi lítið fylgi frá aldurshópnum 18-29 ára.

Til gamans má geta þess að með sama magni gildra atkvæða og í sveitarstjórnarkosningum 2014 væri D-listi Sjálfstæðisflokks að berjast við að halda inni þriðja bæjarfulltrúa, E-listi Eyjalistans fengi engan bæjarfulltrúa. Annað og óákveðnir vega því ansi þungt í bæjarfulltrúum talið enda meira en helmingur eða 54,4%.

Sé fylgi óákveðna dreift jafnt á D-lista Sjálfstæðisflokks, E-lista Eyjalistans og á ,,annað“. Þá væri niðurstaðan með sömu forsendum og að ofan að D-listi Sjálfstæðisflokks væri að berjast við að halda meirihluta með fjóra bæjarfulltrúa, ,,annað“ fengi tvo bæjarfulltrúa, E-listi Eyjalistans fengi einn bæjarfulltrúa og væri við það að ná öðrum á kostnað Sjálfstæðisflokks. Aukalega þyrfti eingöngu um 75 gild atkvæði sem myndu falla hjá E-lista Eyjalistans til að D-listi Sjálfstæðisflokks myndi missa fjórða bæjarfulltrúa yfir til þeirra.

Eyjar.net heldur áfram að birta niðurstöður skoðanakönnunarinnar næstu daga.

 

Um könnunina:

Úrtak: 910 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum.

Dagsetning gagnaöflunar: 31. október til 23. nóvember 2017. Fjöldi svarenda: 507 einstaklingar. Svör voru vigtuð út frá upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu í þýði. Aðferð: Símakönnun. Framkvæmdaraðili: MMR.

 

Hér má sjá niðurstöðurnar sem kynntar voru í gær.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).