Ný skoðanakönnun MMR fyrir Eyjar.net:
80% telja að ríkisstyrkt flug komi að miklu leyti til móts við þarfir í samgöngumálum
- ánægja með bæjarstjórn Vestmannaeyja eykst í samgöngumálunum
28.Nóvember'17 | 06:55Rúmlega 80% telja að ríkisstyrkt flug milli lands og Vestmannaeyja komi að miklu leyti til móts við þarfir í samgöngumálum þegar samgöngur um Landeyjahöfn liggja niðri. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar MMR sem gerð var fyrir Eyjar.net.
Spurt var: Telur þú að ríkisstyrkt flug milli lands og Vestmannaeyja myndi koma að miklu eða litlu leyti til móts við þarfir þínar í samgöngumálum þegar samgöngur um Landeyjahöfn liggja niðri?
Hægt er að smella á niðurstöður (myndir) til að opna þær stærri.
Rúmlega 80% telja að ríkisstyrkt flug milli lands og Vestmannaeyja komi að miklu leyti til móts við þarfir í samgöngumálum þegar samgöngur um Landeyjahöfn liggja niðri. Fyrir opnun Landeyjahafnar var notkun á flugsamgöngum mikil en niðurgreiðsla uppá 120 milljónir á flug til Vestmannaeyja var aflögð 2010 vegna bættra samgangna. Þrátt fyrir að frátafir hafi verið mun meiri og ekki í takt við það sem var reiknað með.
Þeim fjölgar töluvert sem eru ánægðir með bæjarstjórn í samgöngumálum
Spurt var: Hversu vel eða illa finnst þér bæjarstjórn Vestmannaeyja hafa staðið sig í samgöngumálum Vestmannaeyja?
Þessi spurning hefur verið spurð einu sinni áður og breytist mikið. Það dregur mikið úr óánægju á milli ára og þeim fjölgar töluvert sem eru ánægðir. Ánægju gætir meira hjá konum og meiri breytingar hjá þeim milli ára en körlum. Aldurinn 18-29 er einnig ánægðastur og mesta breyting hjá þeim aldurshóp á milli ára.
Frekari niðurstöður úr könnuninni verða birtar næstu daga hér á Eyjar.net.
Hér má sjá niðurstöðurnar sem kynntar voru í gær.
Um könnunina:
Úrtak: 910 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum.
Dagsetning gagnaöflunar: 31. október til 23. nóvember 2017. Fjöldi svarenda: 507 einstaklingar. Svör voru vigtuð út frá upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu í þýði. Aðferð: Símakönnun. Framkvæmdaraðili: MMR.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.