Elís Jónsson skrifar:

Þjónustustöðvar fyrir ferðamenn

27.Nóvember'17 | 06:58
Þjónustustöð

Hér má sjá dæmi um þjónustustöð.

Það er stutt síðan ég var staddur í endurvinnslufyrirtækinu Kubb hér í Eyjum. Eins og gengur voru mál málanna rædd og svo í framhaldi kom til umræðu hvers vegna Vestmannaeyjabær og ferðamálasamtökin hér í Eyjum tækju sig ekki saman og myndu ræða við þá sem ætla að byggja ferðamannaaðstöðu við Seljalandsfoss. 

Mögulega væri hægt að sameina hagsmuni beggja og deila kostnaði. Ég verð að segja að mér fannst hugmyndin nokkuð góð og sannaði enn einu sinni fyrir mér hversu gott það getur verið að ræða málin.  Enda er ég sannfærður að markvisst samráð við íbúa stuðlar að betri ákvörðunum og meiri gæðastjórnun. Held við getum flest verið sammála að það eru nokkur verkefni í Eyjum sem hefðu þurft á framangreindu að halda…

Fyrir rúmri viku síðan rakst ég á frétt með fyrirsögninni ,,Þjónustustöðvar fyrir ferðamenn áformaðar víða um land‘‘.  Sökum fyrri umræðu um ferðamannaaðstöðu og ummæli nokkra Eyjamanna um alla ferðamennina sem fara um þjóðveg 1 og keyra fram hjá Eyjum náði fréttin strax athygli minni. Umrædd frétt komst í blöðin þar sem Fréttablaðið komst í málið og fjallaði um stórtæk áform hjá félaginu Svarinu ehf. Málið var 6. mál á dagskrá 53. fundar í skipulagsnefnd Rangárþings eystra þann 2. nóvember sl. Svarið  ehf. hefur unnið þetta verkefni í samvinnu við Arkís arkitekta, EFLU verkfræðistofu, Ernst & Young endurskoðunarfyrirtæki (EY), ásamt öðrum sterkum fyrirtækjum. Undirritaður þekkir einn af fjórum einstaklingum í Svarinu ehf. og gafst því tækifæri á að skoða verkefnið betur, en á annars enga hagsmuna að gæta í umræddu verkefni.

Félagið hefur tryggt sér lóð nálægt gatnamótum Suðulandsvegar (1) og Landeyjahafnarvegs (254), sunnan við lóðina þar lundinn sem Hallgrímur Rögnvaldsson hafði frumkvæði að útbúa og koma upp stendur.

Fyrirhuguð þjónustustöð er hönnuð í nútímalegum torfbæjarstíl. Stöðvarnar innihalda sjálfhreinsandi salerni, gagnvirk upplýsingaborð, internetaðgang, hleðslu fyrir raftæki og rafbíla, íslenskan markað, sjálfsalaverslun með ýmsum vörum s.s. heitum og köldum drykkjum, matvörum, minjagripum og nauðsynjavörum fyrir ferðamenn. Þá eru ruslagámar við stöðvarnar þar sem hægt er að losa rusl til endurvinnslu, húsbílar geta losað salernisúrgang og camper ferðafólki boðið velkomið að leggja á bílastæðum stöðvanna. M.a. er hugsað að framleiðendur og handverksfólk í nærumhverfinu geti selt og eða kynnt vörur sýnar í ,,íslenskum markaði‘‘.

Ég hafði tækifæri á að vekja athygli og sýna þetta hópi manna hér í Eyjum og voru undirtektir mjög góðar enda held ég að um mjög áhugavert og spennandi verkefni sé að ræða. Í kynningarmyndbandi af verkefninu má m.a. sjá myndbrot frá Eyjum á upplýsingaskjá í fyrirhugaðri þjónustumiðstöð, bæði af útisvæði í íþróttamiðstöð og einnig af náttúrugripa- og fiskasafninu Sæheimum.

Til gamans skoðaði ég gögn frá Vegagerðinni fyrir daglega meðaltalsumferð 2016 um þessi gatnamót:

Það er því áhugavert að velta fyrir sér hvort það séu sóknarfæri í hugmynd sem þessari fyrir Eyjamenn?

 

Elís Jónsson

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%