Ný skoðanakönnun MMR fyrir Eyjar.net:

83% bæjarbúa óánægðir með núverandi fyrirkomulag sjósamgangna

milli lands og Vestmannaeyja

27.Nóvember'17 | 11:03
IMG_6264

Herjólfur siglir hér inn Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS.

Í þriðja sinn fær Eyjar.net fyrirtækið MMR til þess að gera könnun til að mæla samfélagspúlsinn í Vestmannaeyjum. Að þessu sinni fór gagnaöflun fram 31. október til 23. nóvember sl. þar sem úrtakið var 910 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum. 

Þess má geta að 3.161 höfðu kosningarétt í Vestmannaeyjum þegar kosið var í alþingiskosningum fyrir nokkrum vikum og því úrtakið um 29% þeirra. Um var að ræða símakönnun og fengust svör frá 507 einstaklingum eða 16% þeirra sem höfðu kosningarétt. Eyjar.net birtir nú fyrstu niðurstöður:

Spurt var: Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með núverandi fyrirkomulag sjósamgangna milli lands og Vestmannaeyja?

Hægt er að smella á niðurstöður (myndir) til að opna þær stærri.

Þrisvar áður hefur þessi spurning verið spurð og vekur athygli að þeim fækkar sem eru ,,mjög ónægð(ir)‘‘ milli ára. Ánægja eykst örlítið ár frá ári og eru mestur breytingar að finna í hópnum 30-49 ára.

94% telur ólíklegt að Landeyjahöfn muni ein og sér ná að þjóna framtíðar sjósamgöngum við Vestmannaeyjar allt árið um kring í óbreyttu ástandi

Í spurningu 2 var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að Landeyjahöfn í óbreyttu ástandi muni ein og sér ná að þjóna framtíðar sjósamgöngum við Vestmannaeyjar allt árið um kring?

 

Hér er ekki um neinar sérstakar breytingar að ræða enda lítið sem ekkert verið gert síðan höfnin opnaði sumarið 2010. 

Eyjar.net heldur áfram að birta niðurstöður skoðanakönnunarinnar næstu daga.

 

Um könnunina:

Úrtak: 910 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum.

Dagsetning gagnaöflunar: 31. október til 23. nóvember 2017. Fjöldi svarenda: 507 einstaklingar. Svör voru vigtuð út frá upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu í þýði. Aðferð: Símakönnun. Framkvæmdaraðili: MMR.

 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).