Umhverfis- og skipulagsráð:

Hart tekist á um afgreiðslur byggingarfulltrúa

23.Nóvember'17 | 06:59
IMG_6957

Ljósmynd/TMS.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa voru til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs fyrr í vikunni. Georg Eiður Arnarson fulltrúi E-lista í ráðinu óskaði þar eftir að bóka um málið og bókuðu meiri- og minnihluti á víxl um málið.

Í bókun Georgs segir:

Á 257. fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 22.11.2016 var tekin fyrir umsókn eigenda af Skildingarvegi 6b um varanlegar útlitsbreytingar á eigninni. Ráðið frestaði afgreiðslu erindisins. Vorið 2017 hafði þetta mál ekki verið tekið fyrir aftur, en ég tók eftir því að framkvæmdir á varanlegum útlitsbreytingum voru hafnar og nánast lokið um vorið. Spurðist ég fyrir um málið á næsta fundi og fékk þau svör frá byggingarfulltrúa, að hann hefði klárað málið á skrifstofu sinni.
 
Á 269. fundi ráðsins 08.06.2017, þar sem er sótt um stöðuleyfi á Básaskersbryggju. Afgreiðsla ráðsins er svo hljóðandi:
 
Ráðið getur ekki orðið við erindi erindinu þar sem svæðið er þegar fullnýtt sbr. reglur Vestmannaeyjabæjar um götu-og torgsölu. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara um aðra möguleika á svæðinu.
 
Nokkrum dögum síðar sé ég að hafin er bygging á sölubás á umræddu svæði og óskaði ég því eftir að málið yrði tekið upp á næsta fundi ráðsins, en áður en mitt erfindi var tekið fyrir þá var tekin sama umsókn, en við hana bætt samkv. gögnum sem samþykkt voru 2016, en í þeirri samþykkt (241 fundur 1.2.2016 mál nr 5 og 6) kemur alveg skýrt fram að sótt er um leyfi fyrir 1 hús, sem er leyft, en hvergi kemur fram í samþykktinni að seinna meir eigi að koma þarna annað hús. En núna stendur við þetta mál samþykkt af byggingharfulltrúa þann 15.06.17.
 
Seinna á fundinum er þetta tekið fyrir aftur vegna óskar minnar og bókaði ég þá:
 
Vegna bókunar síðasta fundar þar sem umsókn var hafnað í samræmi við reglur Vestmannaeyjabæjar um stærð lóðarinnar en síðan samþykkt af byggingarfulltrúa, þá óskar undirritaður eftir skýringum á reglum um hvað byggibgarfulltrúi má og hvað ekki.
 
Í ljósi bókunnar frá síðasta fundi ráðsins þar sem segir að umrætt svæði sé fullnýtt, þá vill meirihluti ráðsins taka það fram, að eftir síðasta funs ráðsins barst breyting á þeirri umsókn sem síðasta bókun fjallaði um. Byggingarfulltrúi samþykkti umrætt stöðuleyfi í fullu samráði við formann ráðsins, enda samræmdist það þeirri samþykkt sem samþykkt var í ráðinu árið 2016 m.a. vegna útlits og stærðar. Starfsmenn ráðsins starfa í umboði ráðsins og ber meirihluti sjalfstæðisflokksins traust til þeirra ákvarðana sem eru teknar milli formlegra funda, enda samræmast þer þeim reglum sem eru í gildi.
 
Ég bókaði þá aftur:
 
Það er ekkert í bókun fulltrúa D-listans sem breytir minni bókun og vísa ég aftur í mína fyrri bókun.
 
Á næsta fundi ráðsins var enn tekið fyrir afgreiðslur byggingarfulltrúa:
 
Til upplýsinga; í framhaldi af bókun fulltrúa E-listans í máli nr. 11 í fundargerð nr. 270.
 
Byggingarfulltrúi upplýsti þarna um störf og reglur um embætti byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Þar m.a. kemur fram ap samkv. 3 grein samþykktar skal byggingarfulltrúi leita samþykkis umhverfis- og skipulagsráðs áður en byggingarleyfi er veitt, verði breyting á mannvirki, útliti þess og form, nema breyting sé óveruleg, sbr. 5. mgr. 9. gr. laga um mannvirki.
 
Staðan í dag er sú, að byggingarfulltrúi hefur nú þegar viðurkennt að málið varðandi varanlegar útlistbreytingar á Skildingarvegi 6b væri mál, sem hann hefði átt að leggja fyrir ráðið og spurning, hvort að ekki þurfi að taka málið upp aftur, sem er afskaplega erfitt þegar breytingum er nánast lokið. Bæði þessi mál, ásamt fleiri sambærilegum, hafa orðið til þessa að ég hef nokkrum sinnum leitað ráða hjá lögmönnum sambands Íslenskra sveitafélaga og m.a. óskað eftir áliti þeirra á þessum afgreiðslum. Svörun eru mörg hver löng og ítarleg, en þar kemur m.a. fram að sveitafélagið og mögulegum skipulagsnefndum hafa möguleika á að því að framselja heimildir til fullnaðar afgreiðslu, en við fyrirspurnum mínum í ráðinu hefur það komið fram að það hefur ekki verið gert.
 
Einnig kemur fram samkv. lögmanna sambands Íslenskra sveitafélaga að í samþykkt Vestmannaeyjabæjar um störf byggingarfulltrúa fellst mikil takmörkun á heimildum byggingarfulltrúa til þess að gefa út byggingarleyfi og að megin reglan sé sú, að byggingarfulltrúi í Vestmannaeyjum geti ekki afgreitt byggingarleyfi án þess að liggi fyrir samþykki ráðsins. Hins vegar er bent á að hvorki í lagaákvæðinu né samþykktinni sé minnst á stöðuleyfi, né heldur hvernig heimildir byggingarfulltrúa takmarkast ef hann leggur umsókn um stöðuleyfi fyrir ráðið. Eðlileg stjórnsýsla ætti að vera sú að byggingarfulltrúi hagi þá afgreðislu máls í samræmi við það sem bókað er, þannig að ef bókað er að málið verði lagt fyrir á næsta fund með frekari upplýsingum sé ekki búið að afgreiða málið. Megin reglan er því klárlega sú, að byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar getur ekki afgreitt byggingarleyfi án þess að fyrir liggi samþykkt ráðsins.
 
Það er von mín að með því að fara yfir þessi mál og skoða það sem er í lagi og það sem betur mætti fara verði til þess, að afgreiðslur bæði ráðsins og byggingarfulltrúa verið vandaðri í framtíðinni, segir í bókun Georgs Eiðs.

 
 
 
Fulltrúar D-lista bóka
Meirihluti umhverfis -og skipulagsráðs fordæmir vinnubrögð fulltrúa E-lista í þessu máli. Þau vinnubrögð samræmast hvorki leiðbeiningum frá sambandi íslenskra sveitarfélaga um fundi og fundarsköp né eðlilegri stjórnsýslu, en þar kemur skýrt fram í 8. gr. „bókanir eiga að vera stuttar og tengjast efni þess máls sem til umfjöllunar er“. Í því sambandi er t.d. bent á að bókun E-lista er í raun greinargerð sem lögð er fram og á ekkert skylt við bókun í fagráði.

Í greinargerð fulltrúa E-lista er farið með rangfærslur sem ítrekað hefur verið reynt að útskýra fyrir fulltrúa E-lista. Þar er m.a. fullyrt að lög hafi verið brotin og að starfsmenn hafi ekki heimildir til að fullnaðarafgreiðslu mála. Þegar starfsmenn og nefndarmenn meirihluta eru sakaðir um slíkt þá er það tekið alvarlega. Í því ljósi hefur verið farið yfir þau vinnubrögð sem voru viðhöfð í þeim málum sem nefndarmaður E-lista hefur gagnrýnt. Skoðaðir hafa verið verkferlar, lög, reglugerðir og samþykktir bæjarstjórnar. Það sem kom út úr þeirri vinnu var einungis staðfesting á því sem meirihluti Umhverfis -og skipulagsráðs hafði þegar vitað, að unnið hafi verið innan allra samþykkta. Slíkt hefur verið reynt að útskýra fyrir nefndarmanni E-lista ítrekað, m.a. með tilvísanir í viðeigandi samþykktir.

Það er með öllu óskiljanlegt að nefndarmaður E-lista kasti rýrð á störf ráðsins með þeim hætti sem hann gerir, þar með talið sín eigin störf. Ef það sannarlega er skoðun umrædds nefndarmanns að hann hafi tekið þátt í að samþykkja ólöglegar afgreiðslur ítrekað eins og hann hefur greint frá, þá er slíkt alvarlegt og vill meirihluti ráðsins benda nefndarmanni á þá ábyrgð sem felst í því að sitja í fagráði sem þessu. Þá er ekki annað hægt en að hvetja nefndarmanninn til þess að láta þegar í stað af því að skrifa undir þær ákvarðanir sem hann telur vera lögbrot.
Þá hefur fulltrúa E-lista margoft verið bent á lög og reglugerðir sem vísa til heimilda starfsmanna ráðsins og ítrekar meirihluti ráðsins að starfsmenn vinna í fullu umboði meirihluta nefndarinnar til fullnaðarafgreiðslu mála á milli funda. Vill meirihluti Umhverfis -og skipulagsráðs, sem fyrr lýsa yfir trausti á þau störf starfsmanna sem fara fram á hverjum degi í kviku umhverfi skipulags- og byggingaframkvæmda í sveitarfélaginu.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
Ingólfur Jóhannesson
Esther Bergsdóttir
Kristinn Bjarki Valgeirsson
 
 
Fulltrúi E-lista bókar
Ég hafna því að sjálfsögðu að í bókun minni sé eitthvað sem ekki tengist málinu. Ég hafna því algjörlega að ég fari með rangfærslur og vísa um leið í álit lögmanns Sambands íslenskra sveitafélaga úr minni fyrri bókun. Ég vill einnig benda á að með stöðuleyfi sem bætt var við í sumar (4 kofi) að hann er boltaður fastur við vegginn þar sem hann stendur á vegg sem er samfestur við verslun og lager N1 og spurning um brunavarnir og ætti að fá slökkviliðsstjóra til að taka þetta út. Að öðru leyti vísa ég í lokaorð mín í fyrri bókun um að þetta mál sé fyrst og fremst sett fram til þess að
afgreiðslur bæði ráðsins og byggingarfulltrúa verið vandaðri í framtíðinni.

Georg Eiður Arnarson
 
 
 
Fulltrúar D-lista bóka
Aftur vísar fulltrúi E-lista í álit lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem hann hefur ekki séð ástæðu til þess að kynna ráðinu. Sá lögmaður sem nefndarmaður E-lista vísar til hefur einungis heyrt frásögn minnihluta. Hann hefur hvorki úrskurðar- eða eftirlitshlutverki að gegna. Meirihluti Umhverfis- og skipulagsráðs ítrekar ofangreinda bókun sína og skorar á nefndarmann E-lista að láta af ásökunum sem eiga ekki við nein rök að styðjast.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
Ingólfur Jóhannesson
Esther Bergsdóttir
Kristinn Bjarki Valgeirsson
 
 
Fulltrúi E-lista bókar
Ég vill benda meirihutanum aftur á álit lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, að mínu viti kemur það skýrt fram að byggingarfulltrúi getur ekki afgreitt byggingarleyfi án þess að fyrir liggi samþykki ráðsins. Í því samhengi vill ég benda á útlitsbreytingar á Skildingavegi 6 sem að ég tel að ráðið eigi að taka upp aftur og afgreiða með formlegum hætti. En að öðru leyti vísa ég í mínar fyrri bókanir.

Georg Eiður Arnarson 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.