Ályktun Kennarafélags Vestmannaeyja:

Áhyggjur af álagi sem skapast vegna fjarveru skólastjóra

22.Nóvember'17 | 06:55
skolalod_hamarsskoli

Hamarsskóli. Ljósmynd/TMS.

„Aðalfundur Kennarafélags Vestmannaeyja lýsir yfir áhyggjum af því álagi sem skapast vegna fjarveru skólastjóra í þau skipti sem hann sinnir starfi sínu sem þjálfari landsliðs Holllands í handbolta.” segir í ályktun Kennarafélags Vestmannaeyja.

En sem kunnugt er fékk Erlingur Richardsson heimild bæjaryfirvalda til að taka að sér þjálfun hollenska landsliðsins í handknattleik.

Ennfremur segir í ályktuninni sem send var bæjaryfirvöldum í lok síðasta mánaðar að félagsmenn telji mikilvægt að gengið sé frá því fyrirfram að staðgengill sinni starfi skólastjóra sbr. kjarasamning FG og SNS frá 2016*, og fái jafnframt annan starfsmann sér við hlið á meðan skólastjóri er í burtu til að tryggja að álagið leggist ekki allt á staðgengilinn.

Undanfarið misseri hafa stjórnendur verið undir gífurlegu álagi sem hefur haft áhrif á skólastarf almennt. Félagsmenn óska Erlingi Richardssyni velfarnaðar í nýju starfi og skilja hans sjónarmið enda óvissa með framhald á stafi hans við GRV, segir ennfremur í bréfi Kennarafélagsins til bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum.

 

Ekkert bendir til þess að óeðlilegt álag skapist við fjarveru skólastjóra

Einnig lá fyrir bæjaráði minnisblað frá Jóni Péturssyni framkvæmdastjóra fjölskyldu-og fræðslusviðs um málið. Þar segir:

 • Skólastjóri GRV óskaði með skömmum fyrirvara eftir launalausu leyfi til að geta sinnt þjálfun landsliðs Hollands í handbolta og þurfti að vera frá í 5 daga í október, um níu dag í janúar 2018 og svo um vikutíma í júní en þá er almennt skólastarf lokið.
 • Undirritaður og bæjarstjóri óskuðu strax eftir því að skólastjóri og aðstoðarskólastjórar GRV meti stöðuna og fyndu ásættanlega lausn til að hægt sé að vera við óskum Erlings.
 • Undirritaður og bæjarstjóri lögðu til að annar aðstoðarskólastjórinn gengi upp í stöðu skólastjóra og fundin verði staðgengill í stað hans.
 • Skólastjórar töldu ekki þörf á staðgengli og vildu leysa málin sjálf enda ekki óalgengt að skólastjórnendur séu frá vinnu vegna veikinda, orlofa eða vinnuferða.
 • Málið hefur verið rætt aftur við skólastjórnendur eftir að bréf KV barst og telja þeir enn og aftur ekki þörf á staðgengli. Telja þeir sig ráða vel við verkefnið.
 • Fræðslufulltrúi verður skólastjórnendum til aðstoðar í í janúar og júní ef þeir óska eftir því.
 • Til upplýsingar má benda á að fjarvera skólastjórnenda á haustönninni 2016 (frá 15. ágúst til áramóta) var 24 dagar vegna orlofa og veikinda. Ekki er fjarvera vegna vinnuferða tekið með.
 • Af þessum 24 dögum  var skólastjóri GRV frá í 6 daga vegna veikinda og orlofs. Að auki var skólastjóri frá í 11 daga samfellt vegna vinnuferðar. Samtals frá á haustönninni 17 daga. Ekki var tekinn inn staðgengill vegna þess.
 • Fjarvera kennara vegna orlofs og veikinda þar sem af er haustönn 2017 er hlutfalllega meiri en á síðustu haustönn.
 • Undirritaður tekur undir að fjarvera starfsmanna á starfstíma skóla er aldrei af hinu góða og hætta á að það valdi álagi og trufli skólastarf.
 • Mikil vinna var lög í það hjá starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar með fulltrúm kennara að fara yfir störf kennara og stjórnenda GRV til að skoða m.a. álagsþætti í starfi. Í kjölfar þeirra vinnu var stjórnendum og kennurum bent á mikilvægi þess að endurskipuleggja skólastarf með það að markmiði að draga úr óþarfa álagi í starfseminni. Eitt af því er fjarvera starfsmanna.

Rétt er að benda á að í kjarasamningi KÍ vegna skólastjóra og SNS kemur fram að skólastjórar og aðstoðarskólastjórar grunnskóla eigi rétt á orlofi í allt að 10 vinnudaga á tímabilinu 1.9 til 31.5. Sé orlof tekið á þessu tímabili skulu skólastjóri og aðstoðarskólastjóri leysa hvor annan af án sérgreiðslu að því er stjónarsörf varðar. Ekki þarf að jafnaði að fela starfsmanni sérstaklega að gegna starfi yfirmanns nema farvera yfirmanns vari lengur en 7 vinnudaga samfellt. Miðað við orðalag í kjarasamningi ,,að jafnaði‘‘ má ætla að það sé matsatriði en ekki skylda þegar fjarvera skólastjóra er ekki lengur frá eins og í tilfelli Erlings.

Rétt er að benda á að Erlingur vann töluvert í fjarveru sinni auk þess sem oftast var hægt að ná í hann í gegnum síma eða tölvusamskipti. Fjarvera hans er launalaus nema hvað varðar vertrarfrísrétt hans.

Undirritaður hefði kosið að erindi KV hefði verið fyrst beint til hans til að geta upplýst og brugðist við ábendingum aðalfundar KV. Eftir að hafa skoðað málið bæði fyrir og eftir ábendingar KV getur undirritaður ekki tekið undir áhyggjur aðalfundar. Ekkert bendir til þess að óeðlilegt álag skapist við fjarveru skólastjóra. Fjarvera skólastjóra er á engan hátt meiri en verið hefur og jafnvel minni. Tryggt er að til staðar eru stjórnendur sem sjá til þess að skólastarf muni ganga eðlilega fyrir sig. Gæta verður þó vel að því að fjarvera starfsmanna GRV verði ekki þess valdandi að óþarfa álag skapist, segir í minnisblaði Jóns Péturssonar.

Í afgreiðslu bæjarráðs, þakkar ráðið upplýsingarnar og tekur undir þá afstöðu sem fram kemur í minnisblaði Jóns Péturssonar framkvæmdastjóra. Þá segir að bréfið verði lagt fram til kynningar í fræðsluráði.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).