Sveinn Valgeirsson skrifar:

Staðan í samgöngumálum

17.Nóvember'17 | 04:33
Sveinn_V

Sveinn Valgeirsson

Viðbrögð bæjarfulltrúa við grein Tryggva Más eru öll eins og vænta mátti. Fyrst hjólað í manninn en lítið um það sem hann er að segja. En hversvegna er þessi óánægja og ósætti á meðal bæjabúa í samgöngumálum.

Skildi það vera vegna þess að svokallaðir sérfræðingar hafa komist upp með það að segja eitt í dag og annað á morgun án þess að þurfa að standa skil á því og það sem verra er að bæjarstjórn hefur samþykkt þetta allt athugasemdalaust og samhljóða. Nú keppast sömu bæjarfulltrúar við að telja okkur trú um að þeir hafi ekki haft annað val en að samþykkja það sem sérfræðingarnir réttu að þeim.

Sé allrar sanngirni gætt má segja að frá árinu 2006 til haustsins 2010 sé hægt að réttlæta þetta mat, en haustið 2010 var öllum ljóst að um verulegt vanmat sérfræðinga á öllum aðstæðum við Landeyjahöfn var að ræða og einnig um verulegt ofmat sérfræðinganna á eigin þekkingu og getu til að standa við fullyrðingar varðandi höfnina.

Öllum var ljóst að eithvað mikið var að og full ástæða til að taka fullyrðingar sérfræðinganna með fyrirvara, en ekki trúa þeim í blindni sem því miður varð og er raunin enn í dag.

Nýja ferjan! 

Öllum mátti vera ljóst haustið 2012 að nýja ferjan kæmi ekki til með að standa undir væntanlegri flutningsþörf. Sérfræðingar Vegagerðarinnar gáfu út skýrslu árið 2012 um flutningsþörf á leiðinni Landeyjahöfn – Vestmannaeyjar. Þar kemur meðal annars fram að árið 2016 verði flutningsþörfin yfir 700.000 farþegar og sú ferja sem hönnunin gerði ráð fyrir ráði ekki við þetta og þyrfti að minnstakosti tvær slíkar til að anna flutningsþörfinni.

Þrátt fyrir þessa vitneskju hafa bæjarfulltrúar okkar haldið áfram að samþykkja allt  frá sérfræðingum Landeyjahafnar og nú smíðanefndar fyrir nýja ferju athugasemdalaust og allt samhljóða. Bæjarfulltrúum mátti vera ljóst að með þessum vinnubrögðum voru þeir að samþykkja stöðnun í samgöngumálum okkar.  Í sjö ár hefur það legið ljóst fyrir að höfnin þarfnast stórvægilegra endurbóta til að standa undir væntingum, án þess að nokkuð hafi verið að gert og nýja ferjan er því miður einskonar endahnikkur á þessari óheilla þróun.

Það er verðugt rannsóknarefni fyrir háskólasamfélagið á félagsvísindabraut að rannsaka hvernig bæjarstjórn Vestmannaeyja var alltaf samhljóða í þessum stóra málaflokki, en segja núna 11 árum frá fyrstu samhljóða samþykkt í þessum málaflokki: „Það er ekki eins og við höfum haft eitthvert val. Auðvitað vildum við stærri ferju, hraðgengari og fleiri kojur“  EN HVAÐ?

Það er auðvelt að vera bara sammála leiðandi öflum og sterkum leiðtoga, en það þarf bæði kjark og þor til að standa með sjálfum sér og samþykkja ekki allt sem fyrir mann er lagt. 

Samfélagið í Eyjum er ekki þekkt fyrir að sætta sig við að vera  hornreka og vera ekki fullgildir þáttakendur í öllum þeim möguleikum sem bjóðast. Því ætla ég að endurtaka sömu orð og ég lét falla í ræðu sjómannadagsins í fyrra sem eiga vel við í dag.

„Í samgöngumálum er hvorki frumkvæði né stórhugur, heldur finnst mér sem lítillæti, nægjusemi og trúgirni á sérfræðiskýrslur og minnisblöð svokallaðra sérfræðinga ráði ríkjum. Við unga fólkið í bæjarstjórn og einnig til þeirra sem koma inn í næstu kostningum vil ég segja. Leitið ykkur að fyrirmyndum í sögu Eyjanna - þá mun þetta samfélag halda áfram að vera í fremstu röð og öðrum til fyrirmyndar og eftirbreyttni."

Þar sem hjartað slær.                                                                                                                       

 

Sveinn Rúnar Valgeirsson.  

Skipstjóri á Lóðsinum

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.