Halldór Bjarnason skrifar:

Enn mjálmar bæjarstjórinn

13.Nóvember'17 | 20:28
halldor_bjarna

Halldór Bjarnason.

Enn og aftur kemur bæjarstjórinn fram í samfélagsmiðli með mjálm og reynir að telja okkur í trú um að hann hafi enga aðkomu haft að ákvarðanatöku í samgöngumálum Eyjamanna. 

Hann segist með öllu áhrifalaus, þrátt fyrir að tveir innanríkisráðherrar hafi farið yfir að engar ákvarðanir séu teknar gegn vilja kjörinna fulltrúa bæjarins og bæjarstjóri er kjörinn fulltrúi. Seinasta dæmið var stjórnsýslukæran vegna notkunar háhraðaferju sem Eimskip kom með í kringum Þjóðhátíð.

Bæjarstjóri brikslar ritstjóra Eyjar.net um að ala á sundrung og efasemdum hjá bæjarbúum. Ef bæjarstjórinn myndi aðeins kíkja út fyrir hjörðina sína, hlusta á hinn almenna bæjarbúa og fara að vinna fyrir þá sem eru að borga honum laun, þ.e.a.s. hinn almenna bæjarbúa, sem er í yfir 80% sammála því sem Tryggvi skrifar.

Ef bæjarstjórinn dregur í efa tvær skoðanakannanir sem hafa verið gerðar fyrir Eyjar.net á vegum MMR sem sýna að bæjarstjórinn er að fara í suður þegar bæjarbúar vilja fara í norður. Ef bæjarstjórinn er ekki enn að skilja hvað bæjarbúar vilja þá er smá upprifjun fyrir hann. Haldinn var einn fjölmennasti borgarafundur í Eyjum árið 2013 um samgöngumál þar voru samþykktar kröfur í fjórum liðum:

 

1. Endurskoðun á hönnun og frágangi Landeyjahafnar til öruggra siglinga verði sett í forgang, og því lokið sem allra fyrst.

2. Hönnun Landeyjahafnar verði það vel úr garði gerð að frátafir verði ekki meiri en við siglingar til Þorlákshafnar.

3. Þarfir Eyjamanna og flutningsgeta á að sitja í fyrirrúmi við hönnun farþegaferju, en ekki stærð Landeyjahafnar.

4. Að farþegaferjur á Íslandi verði skilgreindar sem þjóðvegur, hluti af þjóðvegakerfi landsins.

 

Ef þetta eru ekki afdráttalaus skilaboð þá veit ég ekki hvernig á að troða því í hausinn á bæjarstjóranum.

Að framansögðu sé ég ekki betur en að það sé bæjarstjórinn sjálfur sem er að ala á sundrung meðal bæjarbúa því ekkert af kröfum fundarins hafa náð fram að ganga. Bæjarstjórinn á að vera að berjast fyrir þessu sem bæjarstjóri. Því segi ég enn og aftur hættu að mjálma og farðu að vinna vinnuna þína.

Ef það leikur einhver vafi í huga bæjarstjórans eftir þessa upptalningu hver sé vilji bæjarbúa þá kannar hann og spyr að því í lýðræðislegri íbúakosningu og fær það á hreint hvernig íbúarnir vilja forgangsraða í samgöngumálum og vinnur svo eftir því hvort sem honum líkar betur eða verr. Ef bæjarstjórinn telur sig ekki geta unað þeirri niðurstöðu, þá segir hann einfaldlega af sér og fær sér annað starf.

 

 

Halldór Bjarnason

íbúi í Vestmannaeyjum

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.