Bæjarráð:

Yfirtaka bæjarins á rekstri Herjólfs

- bæjarráð samþykkir að haldinn verði almennur og opinn fundur um stöðu málsins. - Ekki er hægt að boða til kosninga um mál sem enn er algerlega óvíst að komi nokkuri sinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Nóvember'17 | 07:53
herj_nyr_cr_sa_c

Tölvugerð mynd af nýjum Herjólfi. Mynd/Crist SA.

Yfirtaka á rekstri Herjólfs var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær. Þar lá annars vegar fyrir drög að verksamningi milli Háskólans á Akureyri og Vestmannaeyjabæjar um þjónustugreiningu og hins vegar lá fyrir erindi frá Elís Jónssyni.

Nánar um erindin:

a. Drög að verksamningi milli Háskólans á Akureyri og Vestmannaeyjabæjar um þjónustugreiningu fyrir Vestmannaeyjabæ og samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið er varðar notkun á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi meðal mismunandi hagsmunaaðila í samfélaginu í Vestmannaeyjum. 

b. Einnig liggur fyrir erindi frá Elís Jónssyni dags. 30.október s.l. þar sem fram kemur m.a. að óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar til þess að Vestmannaeyjabær hafi frumkvæði að sjá um að framkvæma íbúakosningu um rekstur á nýrri Herjólfsferju.

Bókun bæjarráðs:

a. Bæjarráð hefur yfirfarið drög að verksamningi við Háskólann á Akureyri og lýsir ánægju sinni með hann. Séstaklega fagnar bæjarráð þeim áherslubreytingum sem nú eru vonandi að verða og felst í því að líta eigi á Herjólf sem þjóðveg og miða þjónustu hans við það. Þannig taki til að mynda ákvörðun um fjölda ferða á hverjum tíma mið af raunþörfum samfélagsins en ekki eingöngu hámarksnýtingu á hverri ferð. 

Þá fagnar bæjarráð því einnig að nú skuli sérstök áhersla verða lögð á að þjónusta Herjólfs taki mið af því að bæta samkeppnisstöðu Vestmannaeyja. 

Bæjarráð hefur í áratugi unnið að því að nálgast ofangreind markmið og mörg önnur sem fjallað er um í viljayfirlýsingu Vestmannaeyjabæjar og Samgönguráðuneytisins. Athygli vekur að árangur þessarar vinnu skuli fyrst verða ljós þegar til þess er komið að Vestmannaeyjabær taki að sér rekstur Herjólfs. Meðal annars með það í huga felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við þá aðila sem til þess voru valdir af ráðinu.

Eingöngu unnið út frá því að Vestmannaeyjabær reki Herjólf í 2,5 ár 

b. Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir margt af því sem þar kemur fram. Bent er á að bæjarstjórn hefur á öllum tímum nálgast samgöngumál af einhug og látið sér annt um að sátt sé um þau. Til marks um það þá hafa langflestir liðir sem þeim tengjast verið samþykktir samhljóða amk. frá árinu 2006 óháð fólki og flokkum. Tilgangur með störfum í bæjarstjórn er enda að sameina fólk um mikilvæg mál frekar en að sundra. 

Til að fyrirbyggja misskilning vill bæjarráð benda bréfritara á að samkvæmt viljayfirlýsingu sem kynnt hefur verið er eingöngu unnið út frá því að Vestmannaeyjabær reki Herjólf í 2,5 ár og að skýrt sé að framlög ríkisins standi undir kostnaði við reksturinn. Áhættan er því afar takmörkuð ef samningur verður yfirhöfuð gerður. 

Þá bendir bæjarráð á að enn er allt tal um atkvæðagreiðslu um samning ótímabær enda liggur ekki fyrir svo mikið sem drög að slíkum samningi. Enn hefur ekki svo mikið sem verið haldinn fundur um málið með Vegagerð og/eða Samgönguráðuneyti eftir að viljayfirlýsing var undirrituð. Það liggur því í hlutarins eðli að ekki er hægt að boða til kosninga um mál sem enn er algerlega óvíst að komi nokkru sinni til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Í erindi bréfritara er óskað eftir afstöðu til þess að Vestmannaeyjabær hafi frumkvæði að því að fram fari íbúakosning um málið og vill bæjarrráð taka skýrt fram að ráðið er ætíð opið fyrir samstarfi, samvinnu og upplýstri umræðu um allt sem tengist hagsmunum Vestmannaeyjabæjar. Með það í huga samþykkir bæjarráð að haldinn verði almennur og opinn fundur um stöðu málsins þar sem stýrihópnum sem farið hefur fyrir málinu ásamt þeim fagmönnum sem til verksins hafa valist, kynna stöðu þess, framvindu og væntingar. Þar verði sérstök áhersla lögð á að hlutlausir aðilar upplýsi um mögulega áhættu og ávinning ef til þess kemur að Vestmannaeyjabær taki að sér rekstur Herjólfs, segir í bókun bæjarráðs.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).