Fréttatilkynning:

Lúðrasveitin með tónleika kl.14:00 á laugardag

9.Nóvember'17 | 22:17

Lúðrasveit Vestmannaeyja heldur sína árlegu tónleika laugardaginn 11.nóvember kl.14.00 í Hvítasunnukirkjunni.  Þessir tónleikar eru yfirleitt hápunktur starfsársins og bætast þá í hópinn gamlir félagar af meginlandinu og lagður er mikill metnaður í fluting og efnisskrá.

Að þessu sinni mætti segja að tónleikarnir verði “léttari” en oft áður. Má þar nefna að flutt verða verk frá Elvis, Bítlunum, Led Zeppelin, Coldplay, Muse og fleiri góðum.  Einnig verður hefðbundnari lúðrasveitartónlist í einhverjum mæli á dagskránni og að sjálfsögðu verður líka boðið upp á tónlist Oddgeirs Kristjánssonar, en hann stofnaði Lúðrasveit Vestmannaeyja 22.mars 1939 og stjórnaði henni til dánadags.  Stjórnandi sveitarinnar  í dag er Jarl Sigurgeirsson. 

Starf Lúðrasveitarinnar hefur gegnið í gegnum hæðir og lægðir eins og gengur og gerist, en stuðningur og velvild bæjarbúa hefur í gegn um tíðina verið okkur hvatning til að halda starfinu áfram. Svona félagsskapur er náttúrulega ekkert annað en félagarnir sjálfir sem að starfinu koma.  Þessir árlegu tónleikar eru kenndir við styrktarfélaga sveitarinnar, en það er hópur fólks sem stendur að baki Lúðrasveitinni sinni með árlegum fjárstyrk.  Það er okkur mikils virði fjárhagslega, en ekki síður félagslega að finna þann þá velvild sem í samfélagi okkar býr í garð sveitarinnar.

Oftast hafa þessir tónleikar verið um safnahelgi en viðburðir safnahelgar voru orðinr svo margir og árekstar við aðra dagskrárliði þannig að ákveðið var að færa tónleikana.  Hefur það verið unnið í góðu samstafi við Vestmannaeyjabæ sem verður með kynningu í Eldheimum kl.16.00, Leikfélagið,  sem verður með sína frumsýningu kl.17.00 og aðstandendur Samferða sem halda sína styrktartónleika í Höllinni á laugardagskvöldið. Það verður því nóg um að vera og er varla hægt að segja að menningarþurrð sé að angra okkur hér í Eyjum.

Lúðrasveit Vestmannaeyja lofar því að engin verði svikinn af því að mæta á hressilega lúðrasveitartónleika áður en haldið verður á aðra viðburði laugardagsins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).