Góðgerðatónleikarnir Samferða á laugardaginn

- í Höllinni klukkan 20.00

8.Nóvember'17 | 06:26

Fram undan eru tónleikarnir Samferða þar sem allir listamenn munu gefa vinnu sína og ágóði rennur til þeirra sem minna mega sín. Tónleikar verða í Vestmannaeyjum nk. laugardag þar sem Eyjamenn stíga á stokk. 

Aðrir tónleikar verða haldnir í Hafnarfirði 26. nóvember og þá munu hafnfirskir listamenn koma fram.

,,Við ætlum að reyna að halda svona tónleika víða um land svo sem á Akureyri og á Egilsstöðum. Það hefur aldrei skipt máli hvar fólk á heima og höfum við afhent fólki út um allt land þann pening sem hefur safnast síðastliðið ár.“ segir Rútur Snorrason einn stjórnenda samtakana Samferða.

„Langtímamarkmið Samferða er að ávinna sér trú og traust fólksins í landinu og að geta glatt sem flesta. Það er svo mikið af fólki þarna úti sem er að glíma við alls konar erfiðleika og veikindi. Við í stjórninni metum hverja umsókn fyrir sig á hverjum fundi en við komum saman í hverjum mánuði og styrkjum þá eina til fjórar fjölskyldur. Svo er allt sett á fullt í desember en þá verða þetta nokkrar tugir fjölskyldna sem við styrkjum.

Við hringjum í fólk og sjáum síðan til þess að búið sé að millifæra pening inn á viðkomandi áður en samtalinu lýkur. Stjórnarmenn borga úr eigin vasa ef einhver kostnaður fellur til. Svo endurskoðar Deloitte allt bókhaldið og gerir það frítt.“ segir Rútur.

11.nóvember stór dagur í Eyjum

Þetta er mjög gefandi fyrir okkur í stjórn Samferða. Það er því alveg ljóst að þessi samtök eru komin til að vera hér á landi.

,,Ég er stoltur af Samferða – okkar framtíðarsýn og fyrir það sem við stöndum fyrir og vonandi verður þetta eitthvað sem fleiri taka sér til fyrirmyndar í framtíðinni. Að lokum langar mig til að segja ykkur öllum að það er aðeins hægt að finna okkur inná Facebook síðu Samferða. Stracta Hotel gaf okkar samtökum 200.000 króna gjafabréf sem einhver heppinn mun vinna seinna í nóvember sem líkar við síðuna okkar. Við viljum auðvitað hafa alla þjóðina með okkur í þessu því við erum öll í þessu fyrir hana.

Það er líka gaman að segja frá því að við höfum átt einstaklega gott samstarf við bæði Leikfélag Vestmannaeyja og Lúðrasveit Vestmannaeyja, hvað þennan viðburð varðar.  Eins og allir Eyjamenn vita, þá er 11.nóvember stór dagur í Eyjum.  Leikfélagið mun frumsýna verkið Klaufar og kóngsdætur og Lúðrasveitin heldur sína árlegu tónleika, þennan sama dag.  Ég vona því að sem flestir Eyjamenn nýti sér það sem í boði er” segir Rútur Snorrason.

 

Samtökin Samferða

Samtökin Samferða voru stofnuð haustið 2016 og í stjórninni sitja; Rútur Snorrason, Örvar Þór Guðmundsson Hermann Hreiðarsson, Brynja Guðmundsóttir og Sigurlaug Ragnarsdóttir.

Allir sem koma að þessu gefa vinnu sína. Þeir sem fá peningagjöf er yfirleitt fólk sem hefur verið að glíma við lífsógnandi sjúkdóma en við í samtökunum höfum verið að vinna með góðu fólki sem hjálpar okkur; það er annars vegar Ragnheiður Davíðsdóttir hjá Krafti og Krabbameinsfélagið. Svo er séra Vigfús Bjarni Albertsson hjá Barnaspítala Hringsins en hann er verndari samtakanna. Við höfum verið að fá ábendingar frá þessu fólki og eins frá íslensku þjóðinni.

Frá árinu 2012 hafa hátt í annað hundruð fjölskyldur notið góðs af söfnuninni og hafa í allt safnast um 15 milljónir króna. Frá því samtökin voru stofnuð fyrir um ári síðan hafa safnast tæplega fimm milljónir króna og er búið að styrkja 36 fjölskyldur.

Þetta er fólk sem á lítinn sem engan pening og glímir einhver úr fjölskyldunni við krabbamein eða annan lífshættulegan sjúkdóm; fyrirvinnan er kannski dottin út af vinnumarkaðnum út af veikindunum. Tekjurnar hafa minnkað mikið og á móti er kominn hellings læknis- og lyfjakostnaður. Við björgum þessu fólki ekki en við gerum okkar besta til að létta aðeins undir.

Tónleikarnir í Höllinni klukkan 20.00

Eins og áður segir verða tónleikarnir á laugardaginn í Höllinni og hefjast þeir klukkan 20.00. Hægt er að smella á myndina til að sjá auglýsinguna stærri.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.