Fréttatilkynning:

Eyjan mín bjarta - forsala hafin

8.Nóvember'17 | 10:14
tonleikar_harpa

Ljósmynd/Aðsend.

Tónleikarnir EYJAN MÍN BJARTA verða í Hörpu 20.janúar 2018. Við bjóðum ykkur að kaupa í forsölu í dag. Almenn miðasala hófst í morgun kl. 10. Forsölulinkur fyrir ykkur opnaði kl. 10 í dag - ekki missa uppáhaldssætið þitt.

TRYGGÐU ÞÉR MIÐA HÉR!

Söngvararnir sem koma fram í Eldborg þetta kvöld eru Jónsi, Jóhanna Guðrún, Stefán Hilmarsson, Eyjabræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir, Eyjakonan Guðlaug Ólafsdóttir, Eyjamaðurinn Kristján Gíslason, Alma Rut Kristjánsdóttir og Karlakór Vestmannaeyja. Sérstakir gestir verða svo Eyjapeyjarnir í Hröfnum. Hljómsveitina Hrafna skipa Hlöðver Guðnason, bræðurnir Georg og Vignir Ólafssynir og bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir.

Við flytjum mörg af bestu lögum Eyjanna með úrvali listamanna.

Þórir Úlfarsson stýrir skútunni og spilar á hljómborð og með honum verða Birgir Nielsen Þórsson á trommur, Eiður Arnarsson á bassa, Jón Elfar Hafsteinsson á gítar, Kjartan Valdemarsson á hljómborð, Ari Bragi Kárason á trompet og Sigurður Flosason á Saxafón, flautu og slagverk.

Það er því full ástæða til að næla sér í miða strax....og ekki gleyma að þetta er aldeilis frábær jólagjöf fyrir mömmu og pabba og ömmu og afa og reyndar líka unglinginn.

Sjáumst í Hörpu!

 

Fréttatilkynning.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.