Dísa opnar fasteignasölu

- fasteignasalan Eldey er til húsa í Goðahrauni 1.

8.Nóvember'17 | 06:52
disa_omar_eldey_minni

Fasteignasalan er til húsa í Eldey.

Arndís María Kjartansdóttir eða Dísa eins og hún vill láta kalla sig opnaði fyrir helgi fasteignasölu. Ritstjóri Eyjar.net ræddi við Dísu um hvað kom til að hún ákvað að söðla um og hvernig fyrirtækið væri uppbyggt.

,,Frá því að ég man eftir mér hef ég haft áhuga á húsum og heimilum og öllu því sem þeim viðkemur. Eftir veikindi mannsins mín ákvað ég því að drífa mig í nám til löggildar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala árið 2015 til að auka við möguleika mína á vinnumarkaðinum, en ég er menntuð sem grunnskólakennari og  framhaldsskólakennari og er núna í meistaranámi við Háskóla Íslands, en ég er í námsleyfi frá Framhaldsskólanum.  Námið var frekar strembið, þar sem ég hafði ekki grunn í lögfræði, en það gengur mikið út á hana.  Þannig að eftir stíft tveggja ára nám útskrifaðist ég með fyrstu einkunn og opnaði fyrirtæki okkar hjóna þann 3. nóvember síðastliðinn í Eldey, Goðahrauni 1.” 

Almennt stærstu fjárfestingar sem fólk fer í á lífsleiðinni

,,Mitt markmið er að bjóða Eyjamönnum sem og öðrum vandaða og persónulega þjónustu og virkilega halda vel utan um það ferli að selja eða kaupa eign, þar sem þetta eru almennt stærstu fjárfestingar sem fólk fer í á lífsleiðinni. Stefnan er að koma inná fasteignamarkaðinn í Eyjum með nokkrar nýjungar og vona ég að Vestmannaeyingar taki mér vel. Sem dæmi má nefna að ég ætla að sýna allar eignir sjálf, þá býð ég uppá sérstakan ljósmyndara og aðstoða fólk við að undirbúa eignina þeirra fyrir ljósmyndun, ef áhugi er fyrir hendi. 

Einnig stefni ég að því að vera virk í því að koma eignum á framfæri á netinu og nota samfélagsmiðla í meira mæli en sést hefur hingað til.  Einnig verð ég með opið í hádeginu fyrir þá sem eiga erfitt með að komast vegna vinnu og er stefnan að hafa opið frá kl.10-13 til að byrja með.  Skrifstofan verður samt sem áður opin frá kl. 10-16 alla virka daga og verður Ómar alltaf til staðar eftir hádegið og getur komið skilaboðum til mín. Svo er nú minnsta mál í heimi að bjalla bara í farsímann minn eða senda mér skilaboð á facebook nú eða tölvupóst. Kannski gaman að nefna það í framhjáhlaupi að ég fékk mína fyrstu eign á sölu fyrir tveimur vikum og er búin að selja hana, þannig að vonandi munu Eyjamenn gefa mér tækfæri, en það er alltaf erfitt að koma nýr inná markað sem góðir menn hafa séð um hingað til.” segir Dísa.

Í samstarfi við Allt fasteignir og Sólareignir

Ennfremur verð ég í samstarfi við Allt fasteignir og Sólareignir, sem er í eigu þeirra feðga Þorbjörns Pálssonar og Páls Þorbjörnssonar, en þessar tvær fasteignasölur eru með mikið og stórt net af fasteignum, bæði um allt Suðurlandið sem og á Spáni.  Þannig að markaðurinn er stór og er það til hagsbóta fyrir Eyjamenn, sem vilja kaupa eða selja eign.  Vonandi dregur þetta líka enn fleira fólk til eyja sem vill setjast að hér.  Einnig get ég aðstoðað þá sem vilja skoða þann möguleika að kaupa sér sumarhús á Spáni. Endilega verið óhrædd við að kíkja við, alltaf heitt á könnunni og ég lofa því að taka vel á móti ykkur, segir Dísa fasteignasali í samtali við Eyjar.net. 

Heimasíða Allt fasteigna.

Facebook-síða Eldey.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.