Dagskrá í Einarsstofu

Blaðaútgáfa og rekstur prentsmiðja í Eyjum 100 ára

8.Nóvember'17 | 09:56

Þess verður minnst sunnudaginn 12. nóv. nk. kl. 13.00-15.00 á opnu málþingi í Einarsstofu í Safnahúsi að 2017 eru liðin 100 ár frá því blaðaútgáfa  og prentsmiðjurekstur hófst í Eyjum.  

Fyrstu blöðin  sem komu út í Vestmannaeyjum voru Fréttir  og síðar  Skeggi sem var fyrsta verkefni  prentsmiðju sem Gísli J. Johnsen keypti til Eyja 1917 og var sett upp í húsinu Edinborg. 

Undirbúningur þessa merkisatburðar í menningarsögu Eyjanna hefur staðið í nokkurn tíma undir forystu Arnars Sigurmundssonar, Helgu Hallbergsdóttur og Kára Bjarnasonar.

Dagskráin verður fjölbreytt  og fer fram  í Einarsstofu í Safnahúsinu og í framhaldinu verður boðið upp á rútuferð þar sem staldrað verður við á leiðinni á völdum stöðum prentsögunnar.

 

Á dagskránni munu eftirfarandi flytja stutt erindi:

Arnar Sigurmundsson sem mun stikla á stóru yfir söguna frá 1917 og hina  fjölskrúðugu blaða- og tímaritaútgáfu og  prentsmiðja  í Eyjum.  

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir sem kynnir Átthagadeild Bókasafnsins. 

Ómar Garðarsson sem rifjar um eftirminnileg atriði úr liðlega 30 ára blaðamennskuferli.   

Hermann Einarsson sem fjallar um fyrstu kynni sín af prentsmiðjunni Eyrúnu  og Gunnari prentara.  

Óskar Ólafsson sem segir frá kynnum sínum af lærimeistara sínum Hafsteini Guðmundssyni prentsmiðjustjóra  í Hólum, sem bjó sín uppvaxtarár í Eyjum og var einn fremsti bókagerðarmaður landsins.    

Á milli dagskráratriða mun Sigurmundur G. Einarsson flytja lög eftir ljóðskáld úr Eyjum.  


Að þessu loknu, um kl. 14.00, verður boðið upp á rútuferð  og staldrað við á nokkrum stöðum  þar sem prentsmiðjur hafa verið til húsa og lesinn stuttur texti frá viðkomandi prestsmiðju.   Rútuferðinni lýkur um kl. 15.00 við Safnahúsið og verður þá viðstöddum boðið í kaffi.  Málþinginu  stýrir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahússins.   

Allir eru hjartanlega velkomnir á þetta opna málþing og aðgangur ókeypis.  

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%