Uppfærð frétt

Rafmagnslaust í Eyjum

5.Nóvember'17 | 22:55
bv_17

Björgunarfélagið hefur haft í mörg horn að líta í kvöld. Ljósmynd/TMS.

Rafmagn fór af Vestmannaeyjabæ nú fyrir stundu. Mikið þrumuveður gekk yfir Eyjarnar skömmu áður. Í tilkynningu frá Landsneti segir að straumlaust sé í Vestmannaeyjum og í Rimakoti. 

Veðrið Í Vestmannaeyjum er nú að ganga niður. 

Tengd frétt: Óveðursútköll í Eyjum

Uppfært kl. 23.12

Vegna útleysingar Rimakotslínu 1 sem liggur frá Hvolsvelli að Rimakoti varð straumlaust í Vestmannaeyjum, Rimakoti og Austurlandeyjum. Verið er að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum. Talið er að línan hafi leyst út vegna eldingar og vegna þess er ástæða til þess að kanna ástand línunnar áður en hún er spennusett á ný en hún þverar þjóðveg 1 á þremur stöðum ásamt sveitavegum, segir í tilkynningu frá Landsneti.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.