Knattspyrna:

Pablo Punyed kveður ÍBV

5.Nóvember'17 | 21:17
pablo

Pablo Punyed er á förum frá ÍBV.

Miðjumaðurinn Pablo Punyed er á förum frá ÍBV en þetta staðfesti hann á Twitter síðu sinni í kvöld. Pablo verður samningslaus um áramót og þá ætlar hann að róa á önnur mið. 

„Ég hef ákveðið að framlengja ekki samning minn við ÍBV og það var ekki auðvelt val," sagði Pablo á Twitter. 

„Ég vil þakka öllum sem tengjast ÍBV, stuðningsmönnum, íbúum á Eyjunni, og liðsfélögum mínum. Þið hafið komið stórkostlega fram við mig og fjölskyldu mína og ég mun aldrei gleyma því." 

Pablo er 27 ára miðjumaður frá El Salvador en hann hefur spilað á Íslandi síðan árið 2012. Pablo lék með Fjölni, Fylki og Stjörnunni áður en hann samdi við ÍBV fyrir tveimur árum. 

Í haust hefur Pablo meðal annars verið orðaður við FH en hann sagði þó á dögunum að hann hefði ekki rætt við neinn hjá Fimleikafélaginu. 

Ljóst er að talsverðar breytingar verða á liði ÍBV í vetur. Jónas Þór Næs, Alvaro Montejo Calleja, David Atkinson, Mikkel Maigaard Jakobsen og Renato Punyed eru einnig á förum sem og miðvörðurinn öflugi Hafsteinn Briem. Þá hefur framherjinn Arnór Gauti Ragnarsson fengið leyfi til að ræða við önnur félög. 

 

Frétt frá Fotbolti.net

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is