Karl Gauti í viðtali við Eyjar.net:

Í flokknum eru miklir reynsluboltar

- afskaplega ánægður með að hafa fengið yfir 2500 atkvæði í kjördæminu

5.Nóvember'17 | 13:32
karl_gauti

Karl Gauti Hjaltason.

Einn af þeim sem kom nýr inn á þing er Karl Gauti Hjaltason sem Eyjamenn þekkja vel úr störfum sínum hér í Eyjum. Hann var hér sýslumaður lengi auk þess sem hann var framámaður í Taflfélaginu og Störnufræðifélaginu. Ritstjóri Eyjar.net ræddi við nýkjörinn þingmann Flokks fólksins.

Nú fékkstu góða kosningu í Suðurkjördæmi. Áttir þú von á þessu mikla fylgi?

Nei, það get ég ekki sagt, maður veit í raun aldrei hvað fólk mun gera. Það var mér algjörlega hulið hvaða stuðning ég hafði, því þótt fólk segist ætla að kjósa flokkinn þá eru kjósendur einir í kjörklefanum. En að sama skapi er ég afskaplega ánægður með að hafa fengið yfir 2500 atkvæði í kjördæminu og það segir mér að fólk hafi verið hrifið af stefnu flokksins og treyst mér fyrir að flytja hana. Það er ekki svo lítið ef miðað er við kosningamaskínur gömlu flokkanna og ég er bara hrikalega stoltur. Kjósendur sýndu líka að þeir hafa sterk bein því það leit alls ekki svo vel út með hvort við kæmust að yfirleitt.

Hvernig líst þér á komandi þingvetur?

Alveg skínandi vel og hlakka bara til að kynnast starfinu og ætla ekki að slá slöku við.

Nú er Flokkur fólksins ekki inní formlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Stóð ykkur það ekki til boða?

Varla svo unnt sé að orða það þannig. Þessir flokkar hafa meirihluta og voru saman í stjórnarandstöðu, svo það er fyllilega eðlilegt að þeir reyni með sér. Að Flokkur fólksins myndi bætast þarna við væri algert aukaálegg og á þeim stað viljum við ekki vera. Í flokknum eru miklir reynsluboltar, ekki allir úr stjórnmálum, en klárlega úr lífinu.

Varðandi Vestmannaeyjar - hvað telur þú brýnustu málin sem þarf að vinna að þar?

Það hef ég nú oft sagt að samgöngur og heilbrigðisþjónustan hér í Eyjum er það sem helst þarf að vaða í. Við þingmenn kjördæmisins þurfum virkilega að sýna klærnar varðandi þau mál. Svo eru það ýmis önnur mál, löggæslan, embættin hér, framhaldsskólinn og hvalaverkefnið eru mál sem ég ætla að vakta.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.