Varmadælurnar komnar til Eyja

- áætlað er að dæla um 2.000 tonnum af sjó á klukkustund

4.Nóvember'17 | 08:55
ivar_varmad

Ívar Atlason hér við eina af dælunum sem er engin smásmíði. Mynd/TMS.

Þrjár af fjórum varmadælanna sem setja á upp í húsi sem nú er verið að reisa við Hlíðarveg eru komnar til Vestmannaeyja. Eyjar.net ræddi við Ívar Atlason svæðisstjóra vatnssviðs hjá HS-veitum í Vestmannaeyjum um verkefnið.

„Það verða til að byrja með 4 varmadælur, eins og myndin hér að neðan sýnir. Hver vél er 10,4 MW í varmaafli. Þrjár vélar komu til Eyja í síðustu viku en fjórða  vélin kemur í desember.” segir Ívar.  Framleiðandi vélanna er SABROE í Danmörku.

Hann segir að varmadælustöðin sem nú sé verið að byggja við Hlíðarveg verði 740m² að stærð, en gert er ráð fyrir 5 vélum við byggingu hússins.

„Nú er kappkostað að reisa vélasalinn og er áætlað að setja vélarnar inn eftir áramót. Tengivinna hefst svo í framhaldinu og gangsetning vélanna vorið 2017. Fjórar 20” sjóholur voru boraðar í lok síðasta árs og búið er að byggja yfir holurnar.  Áætlað er að dæla um 2.000 tonnum af sjó á klukkustund þegar varmadælurnar verða komnar í rekstur.” segir Ívar ennfremur.

„Í byrjun árs var byrjað að leggja sjólögn frá Eiðinu í átt að Hlíðarvegi. Búið er að leggja tæpa 700 metra, en eftir á að leggja lögnina frá Skýlinu að Hlíðarvegi. Það verður gert í vetur.

Í byrjun september var byrjað að leggja hitalögn frá Kyndistöð. Lagnaleiðin er Kirkjuvegur, Hólagata, Hásteinsvegur og Hlíðarvegur. Þá er búið að leggja hitalögn í Kirkjuveg og Hólagötu, en nú er verið að grafa Hásteinsveginn. Ef veðurguðirnir verða okkur hagstæðir ætti hitalögnin að vera kominn inn í varmadælustöðina fyrir jól.” segir Ívar Atlason.

A-391-Varmadælustöð-3D-tillagaB-flísaklæðning

Tölvumynd af byggingunni.

Vél 1

Hér sést varmadælan vel.

IMG_8431

Þrjár dælur eru komnar til Eyja.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.