Fréttatilkynning:

Hollvinasamtök Hraunbúða styrkt myndarlega

- ágóðinn frá Vestmannaeyjahlaupinu og Kótilettukvöldinu renna til samtakana

2.Nóvember'17 | 11:02
vestmannaeyjahlaup_86_

Frá afhendingu ágóða Vestmannaeyjahlaupsins. Myndir/aðsendar.

Hollvinasamtök Hraunbúða hafa verið svo heppin að aðstandendur Vestmannaeyjahlaupsins og Kótilettukvöldsins ákváðu að ágóði þeirra verkefna í ár myndu renna til samtakanna. Þessi stuðningur er ómetanlegur fyrir starfsemina og hjálpar okkur að gera betur. 

Við viljum nota tækifærið og þakka því frábæra fólki sem að þessum tveimur verkefnum standa innilega fyrir þeirra hlýhug og stuðning.

Hollvinasamtökin  voru stofnuð  í byrjun árs og síðan hefur stjórn ásamt fleiri velunnurum unnið að því að koma starfseminni af stað.  Það er ótrúlegt hvað samtakamáttur Eyjamanna er mikill og við höfum svo sannarlega fengið að kynnast honum og hjálpsemi  þeirra.

Það gleður okkur að geta sagt frá því að með hjálp styrktaraðila okkar  hafa verið fest kaup á tveimur nýjum hjólastólum sem verða afhentir Hraunbúðum í næstu viku.  Næst á dagskrá er að festa kaup á lífsmarkamæli og verður það gert á næstu vikum. Það er margt spennandi framundan í starfsemi samtakanna en þar má nefna sunnudagsbíltúra, Þrettándakaffi, bingó fyrir heimilisfólk og aðstandendur, vinna við nýtt aðstandendaherbergi og fleira. 

Ef einhverjir vilja gerast styrktaraðilar er hægt að senda okkur póst á facebook síðu okkar eða fara inná hollvinur.is og skrá sig sjálfur.  Ársgjaldið er 2500,- kr.  Við viljum taka fram að að þeir fjármunir sem safnast með ársgjaldinu fara eingöngu í kaup á tækjum eða búnaði fyrir Hraunbúðir.  Allt sem viðkemur Vorhátíð, Þrettándakaffi, sunnudagsbíltúrum eða öðru þess háttar er unnið í sjálfboðastarfi.

Án styrktaraðila væri þetta ekki hægt.  Takk fyrir að láta ykkur varða málefni Hraunbúða. segir í tilkynningu frá hollvinasamtökum Hraunbúða.

 

kotilettukv_hollv_hraunb

Ágóðinn af Kótilettukvöldinu afhentur.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).