Fréttatilkynning:

Hollvinasamtök Hraunbúða styrkt myndarlega

- ágóðinn frá Vestmannaeyjahlaupinu og Kótilettukvöldinu renna til samtakana

2.Nóvember'17 | 11:02
vestmannaeyjahlaup_86_

Frá afhendingu ágóða Vestmannaeyjahlaupsins. Myndir/aðsendar.

Hollvinasamtök Hraunbúða hafa verið svo heppin að aðstandendur Vestmannaeyjahlaupsins og Kótilettukvöldsins ákváðu að ágóði þeirra verkefna í ár myndu renna til samtakanna. Þessi stuðningur er ómetanlegur fyrir starfsemina og hjálpar okkur að gera betur. 

Við viljum nota tækifærið og þakka því frábæra fólki sem að þessum tveimur verkefnum standa innilega fyrir þeirra hlýhug og stuðning.

Hollvinasamtökin  voru stofnuð  í byrjun árs og síðan hefur stjórn ásamt fleiri velunnurum unnið að því að koma starfseminni af stað.  Það er ótrúlegt hvað samtakamáttur Eyjamanna er mikill og við höfum svo sannarlega fengið að kynnast honum og hjálpsemi  þeirra.

Það gleður okkur að geta sagt frá því að með hjálp styrktaraðila okkar  hafa verið fest kaup á tveimur nýjum hjólastólum sem verða afhentir Hraunbúðum í næstu viku.  Næst á dagskrá er að festa kaup á lífsmarkamæli og verður það gert á næstu vikum. Það er margt spennandi framundan í starfsemi samtakanna en þar má nefna sunnudagsbíltúra, Þrettándakaffi, bingó fyrir heimilisfólk og aðstandendur, vinna við nýtt aðstandendaherbergi og fleira. 

Ef einhverjir vilja gerast styrktaraðilar er hægt að senda okkur póst á facebook síðu okkar eða fara inná hollvinur.is og skrá sig sjálfur.  Ársgjaldið er 2500,- kr.  Við viljum taka fram að að þeir fjármunir sem safnast með ársgjaldinu fara eingöngu í kaup á tækjum eða búnaði fyrir Hraunbúðir.  Allt sem viðkemur Vorhátíð, Þrettándakaffi, sunnudagsbíltúrum eða öðru þess háttar er unnið í sjálfboðastarfi.

Án styrktaraðila væri þetta ekki hægt.  Takk fyrir að láta ykkur varða málefni Hraunbúða. segir í tilkynningu frá hollvinasamtökum Hraunbúða.

 

kotilettukv_hollv_hraunb

Ágóðinn af Kótilettukvöldinu afhentur.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.