Ásmundur Friðriksson skrifar:

Þakklætið er mér efst í huga

1.Nóvember'17 | 06:58
asm_vill

Ásmundur ræðir hér við Vilhjálm Árnason, þingmann í kosningabaráttunni. Mynd/TMS.

Ég er þakklátur þeim rúmlega 7000 kjósendum sem settu X við D á kjördag í Suðurkjördæmi. Þá er þakklæti mitt hjá þeim ótrúlega fjölda stuðningsmanna flokksins sem veittu okkur lið og unnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu. 

Ekki aðeins á kjördag heldur líka í gegnum kosningabaráttuna alla sem var bæði skemmtileg og skilur eftir sig góðar minningar.

En það er alveg ljóst að árangurinn er ekki eins og væntingar okkar stóðu til og niðurstaðan er ekki góð þegar litið er til árangur flokksins í kjördæminu í fyrri kosningum. Við töpuðum manni og alls fimm á landsvísu, en eigum fyrsta þingmann í öllum kjördæmum sem er gott.

Það er þá ekki ásættanlega niðurstaða að fá 26% atkvæða. Nú verð ég og við öll í Sjálfstæðisflokkunum að líta í eign barm og skoða hvað fór úrskeiðis og hvernig við ætlum að gera betur næst. Við verðum að efla grasrótarstarf flokksins, styrkja félagastarfið og smyrja vélina. Sú vinna þarf að hefjast strax eins og undirbúningurinn fyrir næstu kosningar hefst hjá mér daginn eftir kjördag. Þannig er undirbúningur að góðum kosningasigrum langhlaup sem vinnst á góðum endasprett fyrir kjördagi. Þar verða allir að leggjast á árarnar og taka saman áralagið svo árangurinn skili sér í hús.

Umkenningaleikur og ásakanir breyta engu. Við gerðum flest rétt en okkur hefði betur auðnast að gera hlut kvenna meiri á lista flokksins. Nú er tíminn til naflaskoðunar og við viljum fá fleiri konur til starfa fyrir flokkinn og verða leiðandi á lista hans í framtíðinni.

Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og við sjálfstæðismenn viljum halda hlut okkar á þeim vettvangi og helst að bæta í góðan árangur flokksins í sveitarstjórnum. Það gerist ekki sjálfkrafa og við verðum að láta úrslit þingskosninganna verða okkur áminning um að enginn sigur vinnst nema með samstöðu grasrótarinnar og öflugu starfi félaga flokksins allt í kringum landið.

Ég óska öllum sem fengu kosningu til Alþingis til hamingju með kjörið og vænti góðs samstarfs við þá.

 

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).