Ásmundur Friðriksson skrifar:
Þakklætið er mér efst í huga
1.Nóvember'17 | 06:58Ég er þakklátur þeim rúmlega 7000 kjósendum sem settu X við D á kjördag í Suðurkjördæmi. Þá er þakklæti mitt hjá þeim ótrúlega fjölda stuðningsmanna flokksins sem veittu okkur lið og unnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu.
Ekki aðeins á kjördag heldur líka í gegnum kosningabaráttuna alla sem var bæði skemmtileg og skilur eftir sig góðar minningar.
En það er alveg ljóst að árangurinn er ekki eins og væntingar okkar stóðu til og niðurstaðan er ekki góð þegar litið er til árangur flokksins í kjördæminu í fyrri kosningum. Við töpuðum manni og alls fimm á landsvísu, en eigum fyrsta þingmann í öllum kjördæmum sem er gott.
Það er þá ekki ásættanlega niðurstaða að fá 26% atkvæða. Nú verð ég og við öll í Sjálfstæðisflokkunum að líta í eign barm og skoða hvað fór úrskeiðis og hvernig við ætlum að gera betur næst. Við verðum að efla grasrótarstarf flokksins, styrkja félagastarfið og smyrja vélina. Sú vinna þarf að hefjast strax eins og undirbúningurinn fyrir næstu kosningar hefst hjá mér daginn eftir kjördag. Þannig er undirbúningur að góðum kosningasigrum langhlaup sem vinnst á góðum endasprett fyrir kjördagi. Þar verða allir að leggjast á árarnar og taka saman áralagið svo árangurinn skili sér í hús.
Umkenningaleikur og ásakanir breyta engu. Við gerðum flest rétt en okkur hefði betur auðnast að gera hlut kvenna meiri á lista flokksins. Nú er tíminn til naflaskoðunar og við viljum fá fleiri konur til starfa fyrir flokkinn og verða leiðandi á lista hans í framtíðinni.
Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og við sjálfstæðismenn viljum halda hlut okkar á þeim vettvangi og helst að bæta í góðan árangur flokksins í sveitarstjórnum. Það gerist ekki sjálfkrafa og við verðum að láta úrslit þingskosninganna verða okkur áminning um að enginn sigur vinnst nema með samstöðu grasrótarinnar og öflugu starfi félaga flokksins allt í kringum landið.
Ég óska öllum sem fengu kosningu til Alþingis til hamingju með kjörið og vænti góðs samstarfs við þá.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Höfundur: Ásmundur Friðriksson.
F. í Reykjavík 21. jan. 1956. For.: Friðrik Ásmundsson (f. 26. nóv. 1934) skipstjóri og skólastjóri og Valgerður Erla Óskarsdóttir (f. 24. maí 1937). M. Sigríður Magnúsdóttir (f. 26. jan. 1958) matráður. For.: Magnús G. Jensson og Kristín Guðríður Höbbý Sveinbjörnsdóttir. Börn: Ása Hrönn (1982), Erla (1984), Magnús Karl (1991). Sonur Ásmundar og Sigurlaugar Sigurpálsdóttur: Friðrik Elís (1975). Stjúpdóttir, dóttir Sigríðar: María Höbbý Sæmundsdóttir (1977).
Gagnfræðapróf Skógaskóla 1973.
Stundaði netagerð og sjómennsku 1970-1972. Vann við hreinsun Heimaeyjar sumarið 1973. Verkstjóri hjá Viðlagasjóði við hreinsun og endurreisn og uppgræðslu Heimaeyjar 1974-1978. Framleiðslu- og yfirverkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja 1978-1986. Sjálfstætt starfandi blaðamaður 1980-2003. Framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja 1986. Rak fiskvinnslufyrirtækið Kútmagakot ehf. 1988-2003. Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur 2004. Verkefnastjóri Ljósanætur 2006. Verkefnastjóri í atvinnu- og menningarmálum hjá Reykjanesbæ 2008. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2009-2012.
Í þjóðhátíðarnefndum Vestmannaeyja 1974-1996. Formaður handknattleiksdeildar Þórs 1974-1978. Formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna, 1981-1984. Í stjórn SUS 1983-1987. Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Eyjum 1982-1986.Formaður íþrótta- og tómstundaráðs Vestmannaeyja 1982-1986. Formaður ÍBV 1994-1999. Formaður knattspyrnudeildar ÍBV 1999-2002. Stofnandi og formaður hollvinasamtaka Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, NLFÍ, 2005-2011. Í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ 2007-2008. Stofnandi Lista- og menningarfélagsins í Garði 2009. Stjórnandi listaverkefnisins Ferskir vindar í Garði 2010. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garði frá 2012.
Alþm. Suðurk. síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).
Atvinnuveganefnd 2013-, velferðarnefnd 2013-.
Ritstjóri: Fylkir, málgagn sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum (1986-1988).
Heimsmet í eymd
1.September'21 | 09:31Orkan og tækifæri komandi kynslóða
25.Ágúst'21 | 10:28Minning: Bragi Júlíusson
1.Júlí'21 | 06:56Á staðnum með fólkinu
24.Maí'21 | 22:19Gerum flott prófkjör!
4.Maí'21 | 14:22Geldingadalur tækifæri nýrra starfa á Suðurnesjum
1.Apríl'21 | 10:03Minning: Þórður Magnússon
18.Mars'21 | 07:30Minning: Ingimar Ágúst Guðmarsson
16.Janúar'21 | 11:51Minning: Páll Árnason
15.Janúar'21 | 10:15Á að loka framtíðina inni?
15.Desember'20 | 07:45
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.