Elís Jónsson skrifar:

Hvar og hvenær tapaðist hæfni til samskipta?

1.Nóvember'17 | 11:13
elis j

Elís Jónsson.

Ég veit að ég hef pirrað nokkra með því að hafa sagt sannleikann uppá síðkastið. Eins og margir hafa lesið og líklega komist að þá hef ég gaman að velta upp hlutnum, meiri segja brosandi og þykir mjög leiðinlegt ef ég hef reitt einhverja til reiði.

Það þarf enginn að efast um að ég hafi einhverja aðra hagsmuni en hagsmuni Vestmannaeyja og Eyjamanna í fyrirrúmi í skrifum mínum.  Ég fæ engar þóknanir eða greiðslur fyrir að skrifa greinar, er hins vegar mjög þakklátur fyrir hlý og góð orð og samtöl sem ég hef fengið í framhaldi þessara greina.  Ég hef aldrei þegið annað en hefðbundnar launagreiðslur fyrir unnin tíma í vinnu og einu frávik sem ég get fundið eru þá helst súkkulaði eða léttvínsflöskur í jólagjafir frá viðskiptavinum. 

Ég er það lánsamur að ég hlaut bara þannig uppeldi og er þannig gerður að ég hef hingað til komist í gegnum lífið án þess að þiggja aðrar þóknanir eða fyrirgreiðslur hverju nafni sem það nefnist og vona svo sannarlega að það takist mér alla ævi.

Ég mynda mér skoðun og dæmi hlutina út frá því sem gert er… reyni að kynna mér hlutina og hef margoft rekið staðreyndir ofan í þá sem fara frjálslega með staðreyndir. Það nægir mér ekki að lesa einhverjar klisjur eða yfirborðskennt blaður svo ekki sé talað um smjörklípur sem er sennilega efni í sérstaka grein.

Sumt er mér alveg fyrirmunað að skilja og eitt af því er rökin að Vestmannaeyjabær hafi ekki aðgang að borðinu er snýr að samgöngumálum okkar Eyjamanna og velti fyrir mér hvar og hvenær tapaðist hæfni til samskipta? Það er t.d. alveg hægt að gera endalausar bókanir, eins og í bæjarráði án þess að gera nokkuð annað… allavega er ekki hægt að kenna um óhagstæðum flokkum í ríkistjórn eða ráðherrum síðustu ár, látum frekar verkin tala!

Ég greip niður í 1.tbl. í 57. árgangs af Fylki frá 1. maí 2005 þar sem þáverandi formaður bæjarráðs Arnar Sigurmundsson skrifar á forsíðu undir fyrirsögninni ,,Nýtt útboð og bættar samgöngur við Vestmannaeyjar‘‘. Ég hef verið lánsamur að kynnast Arnari aðeins og þekki  hann að góðu einu og fannst ýmislegt áhugavert í greininni og leyfi ég mér að birta aðeins úr henni:

,,Á fjölmennum borgarafundi í Höllinni í febrúar 2002 gaf Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, það út að ferðum Herjólfs yrði fjölgað í sumaráætlun og síðar sama ár bættust við fleiri ferðir að tillögu sérstaks samgönguhóps ráðherra sem var að nokkru skipaður heimamönnum.‘‘

 stuttu síðar…

 ,,Þegar undirritaður tók við formennsku í bæjarráði um miðjan nóvember sl. var eitt af mínu fyrstu verkum að ræða við samgönguráðherra og fulltrúa Vegagerðar. Málið var knýjandi m.a. vegna þess að Mánafoss skip Eimskipa var að hætta strandsiglingum hálfum mánuði síðar. Þessi ákvörðun hefur í för með sér aukna vöruflutningi með Herjólfi. Í byrjun desember sl. var gengið frá samkomulagi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um fjölgun ferða í vetraráætlun skipsins um tvær á viku í desember 2004 og í janúar, febrúar og desember 2005.‘‘

svo síðar…

 ,,Í febrúar sl. voru teknar upp formlegar viðræður bæjaryfirvalda við forráðamenn Vegagerðarinnar og tengdust þær nýju útboði á rekstri skipsins sem kemur til framkvæmda í ársbyrjun 2006. Núverandi samningur við Landflutninga-Samskip rennur úr um næstu áramót, en þá verða liðin fimm ár frá því Samskip tók við rekstri skipsins af Herjólfi hf. Bæjaryfirvöld lögðu fram kröfur og óskir um bættar samgöngur, með 13 ferðum á viku allt árið og með samtals 30-35 aukaferðum á álagstímum. Þetta gerir um 700 ferðir á ári og er fjölgun um 100 ferðir frá þessu ári og um 130 ferðir miðað við 2004. Í þessum viðræðum var einnig fjallað um bætta þjónustu við farþega um borð í skipinu, takmörkun vöruflutninga í hverri ferð sem ætti að vera auðveldara með fjölgun ferða skipsins. Oddvitar núverandi meirihluta bæjastjórnar ásamt bæjarstjóra tóku þátt í þessum viðræðum við Vegagerðina. Á sama tíma átti undirritaður og Guðjón Hjörleifsson, alþm. viðræður við samgönguráðherra um framhald málsins og lögðum við áherslu á þann gríðarlegt mikilvægi sem fjölgun ferða Herjólfs skiptir í samgöngum við Vestmannaeyjar. Eftir ýtarlega skoðun á málinu ákvað Sturla Böðvarsson samgönguráðherra að verða við óskum heimamanna og tilkynnti þá ákvörðun á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar nýverið að gert verði ráð fyrir 13-14 ferðum á viku í útboði á rekstri Herjólfs, en útboðið mun fara fram á miðju þessu ári og kemur til framkvæmda um næstu áramót.‘‘

Þegar Samskip tók við í ársbyrjun 2001 voru þeir með 133 milljónir undir tilboði Herjólfs hf. Farþegafjöldi jókst um 15,6% úr 88.582 í 102.325 eða 13.743 farþega það ár þrátt fyrir ferðum fjölgaði bara um 7 milli ára. Síðan þá hafa nokkur útboð farið fram og flutningar bara aukist…. Meiri segja bauð einn aðili sem talaði eitt sinn um að Landeyjahöfn mætti ekki vera of stór, var stjórnarformaður Herjólfs hf. og er nú í samninganefnd fyrir Vestmannaeyjabæ í rekstur Herjólfs árið 2005. Þá voru hagmunir Eyjanna ekki meiri en að tilboð hans var óhagstæðast af þremur.

Er viðkomandi búinn að gleyma því sem hann skrifaði fyrir jólin 2005? ,,Í útboði á rekstri Herjólfs sl. haust fékk Vegagerðin afar hagstæð tilboð í reksturinn. Tilboð Eimskips í rekstur Herjólfs til næstu 5 ára hljóðaði uppá rúmar 984 milljónir en kostnaðaráætlun Vegagerðar var uppá rúmar 1.534 milljónir.“ eða ,,Herjólfur er þjóðvegurinn til Eyja og það er réttlætismál að kostnaður fyrir að fara þann þjóðveg sé sá sami fyrir alla og sé ekki meiri en kostnaður við að aka aðra hluta þjóðvegakerfisins.‘‘ Ég geri þá ráð fyrir að í nýjum samning Vestmannaeyjabæjar verði fargjald fyrir bifreið undir 5m að lengd án afsláttar 1.485 kr.

Enn á ný minni ég á 6. lið í hugleiðingum sem ég sendi frambjóðendum í Suðurkjördæmi: ,,Væri ekki rétt að einbeita sér að búa til rammann og leikreglurnar sem henta og koma til móts við núverandi þarfir Eyjamanna eins og menn börðust fyrir hér áður fyrr og leyfa einkafyrirtækjum að berjast um reksturinn. Sé framangreint ekki í lagi þá færðu ekki það sem þú vilt í þjónustustigi og hagkvæmni. Vel unnið og skilgreint útboð skilar sér alltaf best í að nýta fjármuni sem best og fá sem mesta þjónustu skv. þörfum Eyjamanna á sem hagkvæmastan hátt.“

Og 7. lið: ,,Það verður næg barátta við ríkið að halda fjárveitingu í samgöngur án þess að Vestmannaeyjabær verði orðinn rekstraraðili og bæjarfélagið í enn veikari samningsstöðu en það er í dag!‘‘

 

Elís Jónsson

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).