Hlyn­ur vann úr­slita­hlaupið

1.Nóvember'17 | 14:55
hlynur_andr

Hlyn­ur Andrés­son.

Eyjamaðurinn Hlyn­ur Andrés­son úr ÍR, sem kepp­ir und­ir merkj­um Ea­stern Michigan há­skól­ans í Banda­ríkj­un­um, kom um helg­ina fyrst­ur í mark í úr­slita­hlaupi Mið-Am­er­íku svæðismóts­ins sem haldið var í Miami í Ohio-fylki.

Tími Hlyns í þessu 8 km víðavangs­hlaupi var 24:30 mín­út­ur sem er afar góður ár­ang­ur en Hlyn­ur er á sínu síðasta ári hjá Ea­stern Michigan og er á fljúg­andi ferð ásamt liði sínu.

Lið Hlyns sigraði stiga­keppn­ina með 24 stig og hlupu liðsmenn á 2:03,35 klst sam­tals sem var um einni og hálfri mín­útu hraðar en sveit­in í öðru sæti, sem hlaut 54 stig (en 1 stig fæst fyr­ir 1. sætið og þannig koll af kolli). Níu skól­ar tóku þátt í keppn­inni og voru 80 hlaup­ar­ar sem skiluðu sér í mark.

 

Mbl.is greinir frá.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.