Lokatölur í Suðurkjördæmi

Karl Gauti nýr þingmaður Suðurkjördæmis

- konunum fækkar um 20%

29.Október'17 | 09:00
karl_g_2017

Karl Gauti er nýr þingmaður Suðurkjördæmis. Mynd/aðsend

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórðung atkvæða í Suðurkjördæmi og þrjá þingmenn og var stærstur flokka þar. Talningu atkvæða í kjördæminu lauk um sexleytið í morgun. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn og fimm flokkar fengu einn þingmann hver.

Það eru Miðflokkurinn, Vinstri-græn, Samfylkingin, Flokkur fólksins og Píratar. Í ­kjör­dæminu koma Birg­ir Þór­ar­ins­son Miðflokki og Karl Gauti Hjalta­son Flokki fólks­ins inn nýir. Birg­ir er raun­ar ekki al­veg ókunn­ur störf­um þings­ins því hann hef­ur verið varaþingmaður fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn. Karl Gauti Hjaltason var sem kunnugt er lengi sýslumaður hér í Vestmannaeyjum og einnig var hann um skeið formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi.

Konur út - karlar inn

Sjálfstæðisflokkurinn fór úr rúmlega 30 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi í fyrra í 25,2 prósent núna. Það varð til þess að flokkurinn missti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, af þingi.

Miðflokkurinn bætti við sig mestu fylgi í Suðurkjördæmi, fékk 14,3 prósent en hann bauð ekki fram síðast. Flokkur fólksins rúmlega tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum og kemur að manni. Þetta eru einu flokkarnir sem auka þingstyrk sinn í kjördæminu.

Björt framtíð missti nær allt fylgi sitt í Suðurkjördæmi og Viðreisn missti þingmann sinn, Jónu Sólveigu Elínardóttur.  Píratar misstu hátt í helming fylgis síns í kjördæminu en þegar enn átti eftir að birta lokatölur í Norðvestur-kjördæmi hélt þingmaður þeirra í kjördæminu sæti sínu sem jöfnunarþingmaður. Slíkt getur þó breyst þegar nýjar tölur birtast í Norðvestur.

Ef að þetta verður niðurstaðan er ljóst að kvennfólkinu fækkar um 20% í þingmannahópnum í Suðurkjördæmi. Líkt og áður segir koma Karl Gauti og Birgir nýir inn en Jóna Sólveig og Unnur Brá detta út af þingi. Við það fækkar konunum úr 4 í 2.

Þingmenn Suðurkjördæmis 2017:

Kjördæmakjörnir
  · Páll Magnússon (D)
  · Sigurður Ingi Jóhannsson (B)
  · Birgir Þórarinsson (M)
  · Ásmundur Friðriksson (D)
  · Ari Trausti Guðmundsson (V)
  · Oddný G. Harðardóttir (S)
  · Silja Dögg Gunnarsdóttir (B)
  · Karl Gauti Hjaltason (F)
  · Vilhjálmur Árnason (D)
Uppbótar 
  · Smári McCarthy (P)

 

Talin atkvæði: 28.910 (100,0%)
Auð: 754 (2,6%); Ógild: 106 (0,4%)

Kjörsókn í Eyjum var 80,4% sem er örlítið lakari kjörsókn en í fyrra. Þá var kjörsóknin 81,6%.

Tags

X2017

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is