Kjörfundur hafinn í Barnaskólanum

28.Október'17 | 10:30
kjorstadur_eyjar

Hægt er að kjósa í Barnaskólanum til klukkan 22.00 í kvöld. Ljósmyndir/TMS.

Kjörfundur hófst á slaginu klukkan 9.00 í morgun og stendur hann til klukkan 22.00 í kvöld. Rólegt var á kjörstað er ljósmyndari Eyjar.net leit þar við á tíunda tímanum í morgun. Fleiri myndir af kjörstað má sjá hér neðar í þessari frétt.

Á vef Rúv er rætt við Ástríði Grímsdóttur, formann yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis, um hvað má gera og hvað má ekki gera á kjörseðilinn.

Það sem má gera:

 • Strika yfir öll nöfn frambjóðenda nema eitt á þeim lista sem er kosinn.
 • Gefa frambjóðendum á listanum sem er kosinn ný númer. Þannig t.d. ef kjósandi vill að frambjóðandi í 3. sæti listans verði í 1. sæti, setur hann tölustafinn 1 fyrir framan nafn frambjóðandans.
 • Merkja X, V eða strik í kassann fyrir framan listabókstafinn á kjörseðlinum.

Listinn yfir það sem má alls ekki gera er mun lengri. 

Það sem má ekki gera:

 • Strika yfir öll nöfn frambjóðenda. 
 • Strika yfir nöfn frambjóðenda á öðrum lista en kosinn er.
 • Gera broskall, hjarta eða annað tákn á seðilinn því þannig verður hann rekjanlegur.
 • Skrifa vísu á kjörseðilinn.
 • Skrifa eitthvað um frambjóðendur eða flokka.
 • Sýna öðrum hvernig viðkomandi greiddi atkvæði.
 • Taka mynd af kjörseðlinum í kjörklefanum þar sem sést hvernig viðkomandi greiddi atkvæði og birta myndina á samfélagsmiðlum eða annars staðar.
 • Fylla alveg út í kassann fyrir framan listabókstafinn. Í þessum kassa má bara setja X, V eða strik. Með því að fylla alveg út í kassann er búið að auðkenna seðilinn.

Ástríður segir að það sé alltaf eitthvað um að kjósendur geri broskalla eða hjörtu á kjörseðlana og geri þá þannig ógilda. 

Ástríður segir að óheimilt sé að taka myndir í kjörklefanum og í rauninni megi ekki fara með síma inn í kjörklefann. „Það verða skilti í öllum kjördeildum þar sem verða myndir af farsíma og strik yfir,“ segir Ástríður. 

 

joi_p

Jóhann Pétursson er formaður kjörstjórnar.

kosning_2017

Starfsmenn með formanni á kjörstað.

Pall_magg

Páll Magnússon kaus snemma í morgun.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.