Fréttatilkynning:

Viljayfirlýsing undirrituð um rekstur ferju

27.Október'17 | 14:47
herjolfur_nyr_cr_sa_c

Nýja ferjan á að hefja siglingar í sumar. Mynd/Crist SA.

Eins og komið hefur fram hefur Jón Gunnarsson samgönguráðherra fyrir hönd ríkisins og Elliði Vignisson bæjarstjóri fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar stýrt viðræðum þar sem kannaðar hafa verið forsendur fyrir því að Vestmannaeyjabær taki að sér rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju þegar hún hefur þjónustu um mitt ár 2018. 

Á grunni þessara viðræðna og einlægs vilja til að bæta samgöngur milli lands og Eyja hefur nú verið skrifað undir viljayfirlýsingu um að stefnt sé að gerð og undirritun samnings þar að lútandi sem verði lokið eigi síðar en þann. 1. desember 2017. 
 
Í viljayfirlýsingunni eru talin upp helstu markmið samningsins og forsendur hans.  Meðal þess sem þar kemur fram er að: 
 
  • skipið verði nýtt til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar lengur hvern sólarhring en nú er og gangi allt að 8 ferðir á dag í reglulegri áætlun þegar aðstæður krefjast.
  • núverandi Herjólfur verði til reiðu sem varaskip fyrir ferjusiglingar í landinu eftir að ný ferja hefur siglingar. 
  • sama gjaldskrá gildi á báðum siglingaleiðum. 
  • núverandi fjárveiting til reksturs Herjólfs verði lögð til grundvallar nýs samnings. Þannig verði möguleg hagræðing vegna rekstrar nýrrar Vestmannaeyjaferju, nýtt til að bæta samgöngur á milli lands og Eyja. 
  • fram fari þarfagreining á þjónustuþörf skipsins. Þarfagreiningin taki mið af þörfum samfélagins en ekki eingöngu hámarksnýtingu.
  • rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja sé almannaþjónusta og ekki hagnaðardrifin.
  • rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. Telji aðilar líklegt að útboð á almennum markaði leiði til aukins hagræðis samhliða þjónustuaukningu, verði Vestmannaeyjabæ það heimilt.  
 
Með ofangreint að leiðarljósi stefna aðilar viljayfirlýsingar þessarar að því að Vestmannaeyjar verði samkeppnishæfari varðandi íbúaþróun, atvinnuuppbyggingu og atvinnurekstur fyrirtækja sem þar starfa, segir í tilkynningunni sem undirrituð er af Elliða Vignissyni bæjarstjóra og Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra. 
 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.