Páll Magnússon skrifar:

Samgöngur - enn og aftur!

27.Október'17 | 17:40
pall_magg

Páll Magnússon. Ljósmynd/aðsend.

Það er fagnaðarefni að í nýrri viljayfirlýsingu samgönguráðherra og bæjarstjóra Vestmannaeyja skuli vera tekið á þremur atriðum sem Eyjamönnum hefur lengi þótt augljós úrbótaefni: 

Daglegum ferðum fjölgað í 8 á reglulegri áætlun; sama gjaldskrá gildi í Landaeyjahöfn og Þorlákshöfn - og gert ráð fyrir að gamli Herjólfur verði áfram til reiðu sem varaskip eftir að nýja ferjan kemur.

Allt horfir þetta til mikilla bóta - samhliða því grundvallaratriði að forræðið yfir þessum málum færist hingað til Eyja og viðurkennt er að um sé að ræða almannaþjónustu en ekki hagnaðardrifinn rekstur. Þannig er gert ráð fyrir að rekstrarlegur ávinningur af nýju ferjunni samanborið við gamla Herjólf verði notaður til að bæta þjónustuna.

Ég hef orðið var við ótta sumra um að Vestmannaeyjabær sé með þessu að endurvekja einhverskonar ''bæjarútgerð'' og takast á hendur rekstur sem hann hefur ekki vit á. Þessar áhyggjur tel ég óþarfar. Eftir sem áður er hægt að fara með reksturinn sjálfan í útboð eða semja um hann við þriðja aðila - eftir því sem metið er hagkvæmast hverju sinni.

Nú þarf að tryggja tvennt til viðbótar: Rannsaka og reyna til þrautar að finna leiðir til að gera Landeyjahöfn að raunverulegri heilsárshöfn; og skoða með hvaða hætti flug milli lands og Eyja - bæði til Reykjavíkur og á Bakka - geti orðið raunverulegur viðbótarvalkostur fyrir venjulegt fólk.

Það hjálpar okkur Eyjamönnum ekkert að harma stöðugt það sem við teljum hafa verið mistök í samgöngumálum okkar á síðustu árum. Við verðum alltaf að miða við raunverulega stöðu eins og hún er á hverjum tíma og taka síðan skrefin fram á við út frá henni. Það erum við að gera núna.

Páll Magnússon

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).