Páll Magnússon skrifar:

Samgöngur - enn og aftur!

27.Október'17 | 17:40
pall_magg

Páll Magnússon. Ljósmynd/aðsend.

Það er fagnaðarefni að í nýrri viljayfirlýsingu samgönguráðherra og bæjarstjóra Vestmannaeyja skuli vera tekið á þremur atriðum sem Eyjamönnum hefur lengi þótt augljós úrbótaefni: 

Daglegum ferðum fjölgað í 8 á reglulegri áætlun; sama gjaldskrá gildi í Landaeyjahöfn og Þorlákshöfn - og gert ráð fyrir að gamli Herjólfur verði áfram til reiðu sem varaskip eftir að nýja ferjan kemur.

Allt horfir þetta til mikilla bóta - samhliða því grundvallaratriði að forræðið yfir þessum málum færist hingað til Eyja og viðurkennt er að um sé að ræða almannaþjónustu en ekki hagnaðardrifinn rekstur. Þannig er gert ráð fyrir að rekstrarlegur ávinningur af nýju ferjunni samanborið við gamla Herjólf verði notaður til að bæta þjónustuna.

Ég hef orðið var við ótta sumra um að Vestmannaeyjabær sé með þessu að endurvekja einhverskonar ''bæjarútgerð'' og takast á hendur rekstur sem hann hefur ekki vit á. Þessar áhyggjur tel ég óþarfar. Eftir sem áður er hægt að fara með reksturinn sjálfan í útboð eða semja um hann við þriðja aðila - eftir því sem metið er hagkvæmast hverju sinni.

Nú þarf að tryggja tvennt til viðbótar: Rannsaka og reyna til þrautar að finna leiðir til að gera Landeyjahöfn að raunverulegri heilsárshöfn; og skoða með hvaða hætti flug milli lands og Eyja - bæði til Reykjavíkur og á Bakka - geti orðið raunverulegur viðbótarvalkostur fyrir venjulegt fólk.

Það hjálpar okkur Eyjamönnum ekkert að harma stöðugt það sem við teljum hafa verið mistök í samgöngumálum okkar á síðustu árum. Við verðum alltaf að miða við raunverulega stöðu eins og hún er á hverjum tíma og taka síðan skrefin fram á við út frá henni. Það erum við að gera núna.

Páll Magnússon

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.