Kosið til Alþingis á morgun

27.Október'17 | 13:28

Á hádegi í dag voru utankjörfundaratkvæði hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum komin í 442 en á sama tíma í fyrra voru atkvæðin 380. Kjörfundur hefst í fyrramálið kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00 að kveldi sama dags.

Kjörstaður í Vestmannaeyjum verður í Barnaskóla Vestmannaeyja, inngangur um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. 

Bænum verður skipt þannig í tvær kjördeildir:

Í 1. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 22. september 2017 við Ásaveg til og með Hásteinsvegi auk þeirra sem eru óstaðsettir í hús og þeirra, sem búa erlendis og njóta kosningaréttar á Íslandi.

Í 2. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 22. september 2017  við Hátún til og með Vesturvegi, auk þeirra, sem búa að Hraunbúðum og húsum, er bera bæjarnöfn.

Kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn verður til húsa á kjörstað í Barnaskóla Vestmannaeyja á kjördegi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.