Aukið flug til Eyja

27.Október'17 | 06:48
IMG_6575

Vél Flugfélagsins Ernis á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS.

Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir aðstæður til flugreksturs að mörgu leyti hagstæðar hér um þessar mundir og viðskipti á landsbyggðinni séu að aukast. Félagið hefur fjölgað flugferðum til tveggja áfangastaða og undirbýr flug til og frá Sauðárkróki.

Flugfélagið Ernir á í talsverðu samstarfi á þeim landsvæðum sem flogið er til, varðandi kostnað við flugið og ýmsa fyrirgreiðslu. Tæp tuttugu prósent af öllum miðakaupum eru til dæmis í gegnum stéttarfélög.

Aukið flug til Vestmannaeyja og Húsavíkur

En það er aukning víðar hjá Erni, því ákveðið hefur verið að bæta við flugi á laugardögum til Vestmannaeyja og Húsavíkur. „Við byrjuðum náttúrulega bara um síðustu mánaðarmót og þetta virðist ætla að lofa góðu,“ segir Hörður. Á Húsavík hafi umsvifin á Bakka mikið að segja fyrir flugið, sem og aukin umferð með tilkomu Vaðlaheiðarganga. Erfiðleikar í siglingum Herjólfs auka þörfina á flugi til Vestmannaeyna, segir Hörður, en á báðum stöðum sé ferðaþjónustan að sækja í sig veðrið og það sé aukinn straumur farþega með flugi. „Landsbyggðin er að taka svolítið við sér aftur sem betur fer.“ segir hann.

 

Ruv.is greindi frá. Nánar má lesa um málið hér.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.