Knattspyrnudeild ÍBV:

Ásgeir, Breki og Halldór Páll framlengja

27.Október'17 | 16:09

Gleðin heldur áfram í búðum ÍBV en í dag skrifuðu þrír efnilegir eyjapeyjar undir samning við félagið en það eru þeir Ásgeir Elíasson, Breki Ómarsson og Halldór Páll Geirsson.

Ásgeir er 19 ára miðjumaður, uppalinn Eyjapeyji en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag.  Hann á að baki tvo leiki með meistaraflokki ÍBV en hefur leikið með 2. flokki ÍBV og KFS síðustu tvö tímabil. Ásgeir var valinn mikilvægasti leikmaður 2. flokks á lokahófi félagsins. Ungur peyji sem lofar góðu.

Breki skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Breki er 19 ára sóknarmaður, uppalinn hjá ÍBV og spilaði hann tvo leiki í Borgunarbikar á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk. Hann var því hluti af Bikarmeistarahópnum árið 2017. Hann endaði sumarið með 2. flokki og KFS en samtals skoraði hann 31 mark á nýliðnu tímabili og var markahæsti leikmaður 2. flokks.

Síðast en ekki síðst þá framlengdi Halldór Páll samning sinn við félagið til ársins 2019. Halldór er 23 ára markmaður og er líkt og hinir peyjarnir uppalinn hjá félaginu. Hann á að baki 19 leiki með meistaraflokki karla og varð Bikarmeistari árið 2017.

Félagið óskar þeim innilega til hamingju. Spennandi tímar framundan hjá ÍBV, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).