Knattspyrnudeild ÍBV:

Ásgeir, Breki og Halldór Páll framlengja

27.Október'17 | 16:09

Gleðin heldur áfram í búðum ÍBV en í dag skrifuðu þrír efnilegir eyjapeyjar undir samning við félagið en það eru þeir Ásgeir Elíasson, Breki Ómarsson og Halldór Páll Geirsson.

Ásgeir er 19 ára miðjumaður, uppalinn Eyjapeyji en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag.  Hann á að baki tvo leiki með meistaraflokki ÍBV en hefur leikið með 2. flokki ÍBV og KFS síðustu tvö tímabil. Ásgeir var valinn mikilvægasti leikmaður 2. flokks á lokahófi félagsins. Ungur peyji sem lofar góðu.

Breki skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Breki er 19 ára sóknarmaður, uppalinn hjá ÍBV og spilaði hann tvo leiki í Borgunarbikar á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk. Hann var því hluti af Bikarmeistarahópnum árið 2017. Hann endaði sumarið með 2. flokki og KFS en samtals skoraði hann 31 mark á nýliðnu tímabili og var markahæsti leikmaður 2. flokks.

Síðast en ekki síðst þá framlengdi Halldór Páll samning sinn við félagið til ársins 2019. Halldór er 23 ára markmaður og er líkt og hinir peyjarnir uppalinn hjá félaginu. Hann á að baki 19 leiki með meistaraflokki karla og varð Bikarmeistari árið 2017.

Félagið óskar þeim innilega til hamingju. Spennandi tímar framundan hjá ÍBV, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.