Ufsaskalli styrkir Slökkviliðið

26.Október'17 | 07:45
ufsaskalli_slokkvilid_fb

Fulltrúar Ufsaskalla með slökkviliðsstjóranum skoða vélina. Mynd/Slökkviliðið.

Fyrr á þessu ári fjárfesti slökkviliðið í IR-myndavél fyrir reykkafara, eða hitamyndavél eins og þær eru alla jafna kallaðar. Þessar vélar gefa mönnum sýn í gegnum þykkan reyk og myrkur auk þess að gefa upplýsingar um hitastig þannig að auðveldara verður að finna eldsupptök og ráðast til atlögu við eldinn. 

Fljótlega eftir kaupin á vélinni var ljóst að nauðsynlegt væri að eiga a.m.k. tvær vélar og var ákveðið að næsta vél þyrfti að vera öflugri og betur búin en sú fyrri. Ufsaskallamenn komust þá með puttana í málið, höfðu samband við slökkviliðsstjóra og buðust til að styrkja slökkviliðið um 300.000 kr. vegna kaupa á nýrri vél. 

Fulltrúar Ufsaskalla þeir Valtýr Auðbergsson, Magnús Steindórsson og Kristján Georgsson komu svo við á stöðinni í vikunni og afhentu slökkviliðsstjóra styrkinn ásamt því að fá stutta kynningu á virkni vélanna.

Slökkviliðsstjóri vill fyrir hönd Slökkviliðs Vestmannaeyja færa þessum heiðursmönnum okkar bestu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf og það er enginn vafi á því að þessi búnaður á eftir koma í góðar þarfir, auðvelda okkur vinnuna og auka öryggi slökkviliðsmanna til muna hvort sem er við leit og björgun á fólki eða verðmætum, segir í færslu á Facebook-síðu Slökkviliðsins.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.