Ásmundur Friðriksson svarar spurningum um samgöngumál:

Vonast til að ný ferja þjónusti Eyjamenn og atvinnulífið í Eyjum 100%

Höfum bent á að laga þurfi höfnina og aðkomuna að höfninni svo hún gagnist því sem næst sem heilsárshöfn. Aðrir segja að nýtt skip og búnaður í Landeyjahöfn leysi þann vanda. Sannarlega vona ég það, þó að mér læðist efi

26.Október'17 | 06:58
asi_lan_2

Þegar vetrarveður geysa þá verður hvorki hægt að dýpka né sigla í Landeyjahöfn, segir Ásmundur Friðriksson.

Líkt og Eyjar.net greindi frá í síðustu viku sendi hópurinn Horfum til framtíðar bréf á forystumenn allra framboða í Suðurkjördæmi. Þar voru rifjaðar upp kröfur Eyjamanna sem samþykktar voru á fjölmennum borgarafundi um samgöngur 2013. Í kjölfarið voru lagðar fram fjórar spurningar.  

Kröfurnar sem samþykktar voru árið 2013 voru þessar: 

  • Endurskoðun á hönnun og frágangur Landeyjahafnar til öruggra siglinga verði sett í forgang, og því lokið sem allra fyrst.
  • Hönnun Landeyjahafnar verði það vel úr garði gerð að frátafir verði ekki meiri en við siglingar í Þorlákshöfn.
  • Þarfir Eyjamanna og flutningsgeta á að sitja í fyrirrúmi við hönnun farþegaferju, en ekki stærð Landeyjahafnar.
  • Að farþegaferjur á Íslandi verði skilgreindar sem þjóðvegur, hluti af þjóðvegakerfi landsins.

Eyjar.net birtir hér svör Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins:

Er einhver von til þess að eitthvað að ofangreindum kröfum verði samþykkt á næstu misserum?

Mér vitandi hefur engin endurskoðun átt sér stað varðandi hönnun Landeyjarhafnar.

Nú er ljóst að þriðji liðurinn í samþykktinni mun ekki ganga eftir miðað við hönnunarsamþykkt nýrrar ferju. Hvernig á að bregðast við því?

Nú er ný ferja á leiðinni og henni verður ekki breytt og vonandi verður hægt að stilla upp áætlun hennar þannig að hún þjónusti Eyjamenn og atvinnulífið í Eyjum 100%. Það var algjörlega uppleggið eins og ég skildi það. Ef það gengur ekki upp verður að bregðast við því þegar sú staða liggur fyrir. En það væri einkennilegt ef nýtt skip sem hefur verið lengi í hönnun og þarfagreiningu standi síðan ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru til þess.

Er ekki nauðsynlegt að láta vinna nýja þarfagreiningu á þessa leið?

Ég held að við verðum að vera á tánum þegar nýtt skip kemur og sjá hvort það gerir sig ekki og ef ekki verður að taka á því strax með lausnum sem duga. En ég segi enn og aftur ég vona að skip sem kostar milljarða dugi.

Hvað leggur þú (og þitt framboð) til að gert verði til að bæta ástandið á næstu vikum og mánuðum?

Eins og staðan er í Landeyjarhöfn þá verður hún svipuð og síðust ár. Þegar vetrarveður geysa þá verður hvorki hægt að dýpka né sigla í höfnina. Það er vitað og við því er brugðist með því að sigla í Þorlákshöfn. Það verður látið reyna á nýtt skip áður en frekari breytingar verði gerðar að mínu mati en við höfum bent á að það þurfi að laga höfnina og aðkomuna að höfninni svo hún gagnist því sem næst sem heilsárshöfn. Aðrir segja að nýtt skip og búnaður í Landeyjahöfn leysi þann vanda. Sannarlega vona ég það, þó að mér læðist efi, sagði Ásmundur í svari sínu til hópsins Horfum til framtíðar.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).